Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 81
IÐUNN
Kommúnismi og kristindómur.
367
Guðjónsson, hvers vegna ég mun einhvern tíma hafa
komist þannig að orði, að »trúaðir« menn væri góðir
þrátt fyrir trú sína, en ekki vegna hennar. Ég gerði
meira: Ég benti á, hvernig menn yrðu iðulega grimm-
ir og blóðþyrstir vegna trúar sinnar. — En það, sem
ég fól þá í hugtakinu »trúaður«, var þessi tegund af
trú, sem er ofstækistrú.
Það, sem veldur iðulega nokkrum misskilningi og
ruglingi, þegar rætt er um trúarleg málefni á meðal
íslendinga, er það, að málið á engin orð til að gera
greinarmun á því, sem á erlendu máli er kallað »reli-
gion« — þ. e. hið almenna viðhorf eða tilfinning
manna gagnvart leyndardómi alheimsins, og því, sem
á ensku máli kallast: belief — þ. e. trú eða fastheldnii
við einhverjar ákveðnar kennisetningar. Að vísu er
tæplega hægt að hugsa sér »religion« án einhverra
kennisetninga, en trú i hinum síðari skilningi er hugs-
anleg án nokkurrar dýpri andlegrar sannfæringar. Á
merkingu þessara orða er geysimikill munur. Að
vera trúaður (religious) i hinum fyrra skilningi orðs-
ins er að hafa tilfinning fyrii óendanlegu undri lífsins,
trú á vitsmunalegan tilgang þess og andlega þýðing.
Nákvæmlega hvernig þessu er háttað, getur verið ó-
svöruð spurning, enda veit það hver sannarlega trú-
hneigður maður, að vegir guðs eru órannsakanlegir;
þ. e. maðurinn er enn þá kominn skamt á veg í þekk-
ingu, og líklegt, að hugmyndir hans um ýmislegt eigi
eftir að breytast. Þess vegna er hann ekki svo gall-
harður á kennisetningunum. En »trú« hans er grund-
völluð á hinni óviðráðanlegu tilfinningu fyrir lífinu,
gildi þess og dýrmæti, sannfæringunni um, að þróun
þess og siðfágun sé þess vegna þýðingarmikil og að.