Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 40
326
Dauðinn i mjólk.
IÐUNN
voru sams konar og þeir, er hann hafði fundið í mjólk-
inni, sem sjúklingarnir höfðu drukkið.
Og honum höfðu verið sendar báðar tegundir Bangs-
sýklanna úr blóði veslings manns, sem hafði dáið úr öldu-
sótt í Iowa — önnur tegundin var með vissu upp-
haflega úr kú, það þurfti kolsýru til að hreinrækta
hana, en hin dafnaði aftur á móti vel án þess, svo
að það hlaut að vera Bangssýkill úr svíni, ef það var
þá ekki Maltasóttarsýkill Bruces.
En hverju máli skifti það — úr því að allir þrír
gerlarnir lifa og dafna í kúm, berast frá þeim í mjólk-
inni og eru allir hættulegir mönnum.
13.
Það var engum efa bundið, að sýklarnir hötuðust
við Alice Evans, sem átti upptökin að allri herferðinni
gegn þeim. Hún drógst upp af þeirra völdum i sjö
ár, þeir spiltu beztu árum æfi hennar og gerðu hana
ellihruma fyrir aldur fram. Jafnframt fékk hún þá upp-
reisn, að hún hætti að vera gleymd spákona. Hún
hlaut sanngjarna viðurkenningu, sem raunar gaf ekki
mikið í aðra hönd, er hún var kjörinn forseti Qerla-
fræðingafélags Ameríku. Nú gat hún á fundum sagt
alt, sem hún bar fyrir brjósti, enda leysti hún frá
skjóðunni og sagði, að ef unt væri að koma tölu á
alt það fólk, sem klínt væri á vitlausri sjúkdómsgrein-
ingu, en hefði í raun og veru öldusótt . . . ja, þá . •
Hún brosir sennilega og gleymir það augnablikið
þeim Brucessýklum, sem hún ber í sér, svo að lítið
ber á, þegar hún hugleiðir, hvernig hinar upphaflegu
spásagnir hennar hafa ræzt. Árið 1929 kunnu skýrsl-
ur að herma frá öldusótt í öllum ríkjum Bandaríkj-