Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 68
354
Ljós heimsins.
IÐUNN
Ég man ekki betur en þú segðir, að þú hefðir
ekki verið á ströndinni, sagði einhver.
Ég fór bara til þess að vera við þennan slag. Stefi
sneri sér til mín til að brosa, og þessi svarti helvítis
tíkarsonur hoppaði upp i loftið og sló hann að óvör-
um. Stefi gat staðið klár af hundrað soleiðis svört-
um kvikindum eins og honum.
Já, hann var duglegur í slag, sagði timburjóinn.
Já, það vona ég til guðs hann hafi verið, sagði
Ljóska. Ég vona til guðs þeir hafi ekki soleiðis
slagsmálamenn nuna. Hann var líkastur guðdómi, já
það var hann. Svo hvítur og hreinn og fallegur og
sléttur og upp á lífið og eins og tígrisdýr og eins og
eldibrandur.
Ég sá þennan slag á bió, sagði Tomm.
Við vorum öll mjög hrærð. Lísa hristist og skalf
eins og hún lagði sig, og ég gáði og sá hún var
þá farin að skæla. Rauðskinnarnir voru farnir út á
stéttina.
Hann var meira en nokkur eiginmaður gæti nokkurn
tíma verið, sagði Ljóska. Við vorum gift í augum
guðs, og ég tilheyri honum á þessu augnabliki og
alt af, og alt á mér er hans. Ég skifti mér ekki af
búknum á mér. Þeir mega hafa búkinn á mér. En
sálin í mér tilheyrir Stefa Katli. Guðmundur minn,
það var maður.
Öllum var farið að líða herfilega. Það var sorg og
armæða. Loks sagði Lísa og hélt áfram að hristast:
Þú helvitis lýgur því, sagði hún með þessari lágu
rödd. Þú hefur aldrei á æfi þinni lagt Stefa Ketil og
þú veizt það.
Hvernig geturðu sagt það? sagði Ljóska hreykilega.
Ég segi það af því það er sannleikur, sagði Lísa.