Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Blaðsíða 43
IÐUNN Með strandmenn til Reykjavíkur. Aðfaranótt hins 16. janúar árið 1905 strandaði skozk- ur togari á Kvískerjafjöru, stutt fyrir austan svo nefnd- an Breiðárós, en úti fyrir miðjum Breiðamerkursandi. Hét hann Banffshire og var nr. 349 frá Aberdeen. Á skipinu voru ellefu menn. Skipstjórinn hét Alfred Jones og stýrimaðurinn, sem var bróðir hans, Albert Jones. Togarinn hafði lagt af stað frá Aberdeen 12. janúar, ekki leitað fiskjar á leiðinni, heldur haldið í einni striklotu hingað til lands og vilzt upp á Kví- skerjafjöru. Skipið strandaði laust fyrir dögun í suðaustan- stormi, stórsjó og ofsarigningu. Rétt áður en það kendi grunns, hrepti það brotsjó, svo að bátinn tók út af þilfarinu. Urðu mennirnir að hafast við í skipinu, þar sem það lá undir brimi og holskeflum, þangað til klukkan eitt daginn eftir, hinn 17. janúar. Þá heppnaðist þeim að vaða í land og tóku að leita bygða. En hér var ekki í annað hús að venda. Þeir voru staddir á eyðisandi milli tveggja höfuð- vatna. Röska sex kilómetra fyrir austan þá var Jök- ulsá á Breiðamerkursandi, sem er vatnsfall geysimik- ið og ófært um mestan tíma árs. En á hina hönd var Breiðá, einnig mikið vatnsfall. Þar að auki voru öll vötn á Breiðamerkursandi venju fremur mikil eftir rigninguna. Þó var þá hægt að komast vestur á bóginn á ísum yfir lónið, sem Breiðá féll í, ofan við fjöruna, milli ár- mynnisins og óssins. En þess hafa strandmennirnir ekki gætt, sakir ókunnugleika, heldur gengu þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.