Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 43
IÐUNN Með strandmenn til Reykjavíkur. Aðfaranótt hins 16. janúar árið 1905 strandaði skozk- ur togari á Kvískerjafjöru, stutt fyrir austan svo nefnd- an Breiðárós, en úti fyrir miðjum Breiðamerkursandi. Hét hann Banffshire og var nr. 349 frá Aberdeen. Á skipinu voru ellefu menn. Skipstjórinn hét Alfred Jones og stýrimaðurinn, sem var bróðir hans, Albert Jones. Togarinn hafði lagt af stað frá Aberdeen 12. janúar, ekki leitað fiskjar á leiðinni, heldur haldið í einni striklotu hingað til lands og vilzt upp á Kví- skerjafjöru. Skipið strandaði laust fyrir dögun í suðaustan- stormi, stórsjó og ofsarigningu. Rétt áður en það kendi grunns, hrepti það brotsjó, svo að bátinn tók út af þilfarinu. Urðu mennirnir að hafast við í skipinu, þar sem það lá undir brimi og holskeflum, þangað til klukkan eitt daginn eftir, hinn 17. janúar. Þá heppnaðist þeim að vaða í land og tóku að leita bygða. En hér var ekki í annað hús að venda. Þeir voru staddir á eyðisandi milli tveggja höfuð- vatna. Röska sex kilómetra fyrir austan þá var Jök- ulsá á Breiðamerkursandi, sem er vatnsfall geysimik- ið og ófært um mestan tíma árs. En á hina hönd var Breiðá, einnig mikið vatnsfall. Þar að auki voru öll vötn á Breiðamerkursandi venju fremur mikil eftir rigninguna. Þó var þá hægt að komast vestur á bóginn á ísum yfir lónið, sem Breiðá féll í, ofan við fjöruna, milli ár- mynnisins og óssins. En þess hafa strandmennirnir ekki gætt, sakir ókunnugleika, heldur gengu þeir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.