Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 6

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 6
164 BÚNAÐARRIT hana Ur torfi, heldur Ur grjóti og sementi. Sé lækur- inn eða áin svo stór, að að eins þurfi lítinn hluta a£ vatnsmagninu til rafveitunnar, nægir oft að gera lágan steingarð Ur lausu grjóti, tii þess að ná nægu vatni inn í skurð til þróarinnar, þar sem pípurnar byrja. Bezt er að gera stífluna Ur sementsteypu eða hlaða hana Ur grjóti og sementi, og skal þess gætt, að hUn nái vel lít í bakkana, svo ekkert vatn geti komist þar á millum. Stíflan verður að vera alveg vatnsheld, því fari vatn undir hana eða í gegn um hana, þó lítið sé, eyði- leggur það hana með tímanum. Oftast er vatnið í læknum meira en það, sem notað er til rafveitunnar, og þarf því að veita því vatni fram fyrir stífluna. Er það gert á þann hátt, að það er annað- hvort látið falla fram yfir alla stífluna eða nokkurn hluta hennar, eða utan við hana. En hvernig sem þessu rensli er hagað, þarf að vera vel um bUið, og það nógu stórt til þess að taka alt vatnið í leysingum. Sé vatnið látið fossa fram yfir stifluna, er bezt að hafa tréplánka undir bun- unni við stíflufótinn, því annars er hættan sU, að vatnið grafi undan neðri brUn stíflunnar, jafnvel þó þar sé sett grjót og sement. Flestir lækir og ár hér á landi bera fram leðju og aur, einkum í leysingum; er því hætt við að .beri í tjörnina fyrir ofan stíflugarðinn. Til þess að hindra þetta, þarf að vera hlið eða gat á stíflunni niður við botn, með loku í. Öðru hvoru, og þó einkum þegar framburður er í læknum, þarf þessi botnrenna að vera að nokkru leyti eða alveg opin, til þess að straumur haldist við botninn og aurinn setjist þar ekki. Bezt er að þetta botnrensli sé sem næst skurðsopinu, eða mynn- inu inn í þróna, svo að þar geti aldrei borið í. Botn- inn í skurðsopinu eða þróarmynninu á að liggja nokkru hærra á þessum stað heldur en lækjarbotninn, t. d. 20—30 cm.; með öðrum orðum: það á að vera þrep upp í skurðinn, til þess að minni hætta sé á að vat.nið beri nokkuð með sér inn í þróna, en skurðurinn eða

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.