Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 10

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 10
168 BÚNAÐARRIT framburði yfir alla bakka og eyðileggja stíflur og önnur mannvirki í kringum sig. Þar sem halli er mikill, renna þeir vanalega í djúpum giljum eða klettaskorum, og er því oft harla örðugt að stífla þá, ná þeim í pípur og hagnýta sér þá, þó aflið só nóg. Langhentugastir eru nppsprettulækir eða iækir, sem renna úr stórum stöðu- vötnum, því í þeim er vatnsmegnið jafnara alt árið um kring. Málefnisins vegna, og til þess að menn mættu læra af, skal eg í þessu sambandi benda á einn bæ, Hvanneyri í Borgarfirði. Þar má hæglega raflýsa með vatni úr stöðuvatni einu (Vatnshamravatni), sem liggur hér um bil 1500 metra frá bænum, og fellur afrensli þess nú út í Andakílsá. Hlaða má í þetta afrensli, en veita vatninu eftir skurði heim í túnið, og svo í pípum niður brekku í túninu. Mætti þar líklega fá nægan kraft til ljósa, suðu og mótora handa þessu höfuðbóli. Fyrir þann, sem óæfður er, er mjög örðugt að sjá, hvar hentugast só að stífla iæk og ná honum í pípur, með því að jafnframt þarf að gæta þess, að pípurnar verði sem styztar og hallinn þó sem mestur. Með halla er hér meint fallhæðin, eða með öðrum orðum hæðarmismunurinn á vatnsborðunum, þar sem' vatnið fer inn í pípurnar (í þrónni) og þar sem það kemur út úr pípunni (sogpipunni) frá túrbínunni. Á myndinni að framan er fallhæðin sýnd. Því meiri sem fallhæðin er, því minna vatn þarf. Stendur þetta (meiri fallhæð og minna vatn) í beinu hlutfalli hvað við annað. Hafl maður t. d. helmingi meiri fallhæð á einum stað en öðrum, þá þarf helmingi minna vatn á fyrri staðnum til þess að framleiða sama afl. En nú kemur spurningin : Hve mikið afl þarf maður? Og þegar úr þeirri spurningu er leyst, þá kemur hin: Hve mikið vatn þarf maður til að framleiða þetta afl ? Nú skulum við reyna að leysa úr þessum spurningum. Yrði rafveitu komið á á sveitabæ, ætti ekki að eins að nota það tii Ijósa, heldur einnig til suðu og helzt

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.