Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 15

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 15
BÚNAÐARIIIT 173 Stíflan þarf ekki að vera há, þó svo, að ofan við hana myndist lygna, og plánkabrúnin í skarðinu verbi lítiö eitt hærri en vatnsborðið fyrir neðan hana, eins og sést á myndinni. Sé lækurinn mjög lítill, nægir að skarðið sé x/s metri eða 50 sentimetrar á breidd. Sé lækurinn nokkuð stór, skal gera það 1 metra og í vatnsmiklum lækjum l1/? eða 2 metra. Stíflu þessa er bezt að gera þar sem ekKi er mikill halli í Jæknum. Ekki þarf hún að vera á þeim stað, sem hugsað er til að taka vatnið í pípur; hún má vera hvar sem vera skal í læknum fyrir ofan eða neðan, ef að eins ekkert vatn rennur í lækinn eða úr honum þar á milli, því vatnsmegn lækjarins er alstaðar á þeim kafla Jrið sama. En búa verður svo um, að ekki leki með stíflunni, heldur fari alt vatnið í gegn um stífluskarðið. í lygnunni, hér um bil 1 metra fyrir ofan stífluna, skal svo reka niður hæl þannig, að hann standi nákvæmlega jafnhátt eins og plánkaröndin í skarðinu. Þar með er umbúnaðinum Jokið, og nú þarf ekki annað en að mæla vatnsdýptina yflr hælnum. Vilji maður gera stöðugar mælingar, getur maður gert sér enu þá léttara fyrir með því að festa dálitla mælistöng með metramáli ofan á hælinn, og þarf þá ekki annað en að lesa dýptina af þessari stöng í hvert skifti, sem mælingin fer fram. Þessa vatnsmælingu þarf helzt að gera stöðugt í heilt ár, og lesa af stönginni í hvert skifti, sem veruleg breyting verður á vatninu. Sé aftur á móti að eins mælt einu sinni, þá skal þess vand- lega gætt, að gera það þegar vatnið er sem minst. Viti maður nú skarðbreiddina í stíflunni eða bunu- breiddina, sem verður eitt og hið sama, og vatnsdýptina á hælnum, þá má reikna út, hve mikið vatnsmegnið er. Reglan verður þessi: Margfalda bunuhreiddina með dýptinni og þá út- icomu með kvaðratrótinni af dýptinni og deil síðan iit- komunni með 55 eða margfalda hana með 0,018.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.