Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 16

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 16
174 BÚNAÐARRIT Þá kemur út lítratalan, e£ bunubreiddin og dýptin eru mæld í sentimetrum. Sem líking lítur reglan þannig út : Yatnsiegnið=0,0l8 x finimtreidfliD x flýDtin x kvaðratrótin af dýptinní. Mæling þessi verður að vísu ekki ávalt fyllilega rétt, en þó nægilega nákvæm, ef þess er gætt, sem áður er tekið fram, og lygnan ofan við stífluna svo stór, að ekkert straumkast sé í henni. Einnig er gott að rand- irnar á plönkunuin í stífluskarðinu eða bunuopinu séu skarpar, helzt eggmyndaðar eins og egg á sporjárni eða hefiltönn, og á þá sneiðin að vera að neðanverðu. Með því að eg býst við að mörgum muni örðugt að hagnýta sér framangreinda reikningsaðferð, þá set eg hér á næstu síðu töflu, er sýnir lítratöluna á sekúndu í læknum, sé bunubreiddin 50, 100, 150 eða 200 senti- metrar, og dýptin frá 5 og alt upp í 50 sentimetrar. Töflur þessar þurfa varla skýringar við. Þó skul- um við taka nokkur dæmi til að sýna, hvernig á að nota þær. Sé t. d. bunubreiddin eða skarðið í stíílunni 100 sm., og vatnsdýptin á hælnum hafi verið mæld 18 sm., þá leitum við i töflunni þar, sem stendur yfir „bunubreidd 100 sentimetrar" og finnum í henni undir dýptinni 18 töluna 139, sem þýðir, að þá falli 139 lítrar fram af stíflunni á hverri sekúndu. Annað dæmi: Bunubreiddin er 150 sm. og dýptin 25 sm. í töflunni fyrir 150 sm. bunubreidd finnum við að undir dýptinni 25 standa 341 lítrar. Eg vonast nú til að með þessari leiðbeiningu geti hver og einn mælt lækinn sinn og fundið út, hve mikið vatnsmegnið muni vera, þegar það er sem minst. Sé nú vatnsmegnið og fallhæðin mæld, þá er innan handar að finna út, hve mörg hestöfl só hægt að fram- leiða með læknum. Frá því var skýrt á blaðsíðu 171, og læt eg þá skýringu nægja.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.