Búnaðarrit - 01.08.1915, Qupperneq 23
BÚNAÐARRIT
181
sýnir, hvort, einangvun rafmagnstauganna er í góðu lagi
eða ekki.
Túrbínan er hjól með mórgum smíispööum, sem
allajafna situr á láréttum ás, en utan um það er járn-
hylki, sem ásinn gengur í gegnum. Yatnið fellur á hjól-
spaðana, og snýst þá hjól og ás; ásinn rennur í tveim
áslegum sinu hvoru megin við túrbínul^lkið. Áður en
vatnið kemst inn í túrbínuhjólið rennur það á millum
spjalda nokkurra (leiðsluspjalda), sem er komið fyrir hring-
inn i kring um hjólið. 'Stefnu þessara spjalda, og þá
lika stefnu vatnsins á hjólspaðana, má breyta með því
að snúa sveif eða handhjóli á túrbínunni. Að síðustu
geta spjöld þessi lagst hvort upp að öðru, og loka þau
þá alveg fyrir rensli vatnsins inn í lúrbínuhjólið, svo
vélin stöðvast. Út úr túrbínunni fellur vatuið niðrum
pípu ofan í frárenslisskurð, sem gengur inn undir húsið
(sjá 1. mynd). Nú mundi margur halda, að hæðin þaðan
sem vatnið kemur út úr túrbínunni og niður að vatns-
borðinu í skurðinum kæmi ekki að neinuin notum, og
ýrði að dragast frá fallhæðinni. En svo er þó ekki.
Eins og vatnið í pípunum fyrir ofan túrbínuna þrýstir
vatninu í gegnum hana, eins togar eða sogar vatnið í
pípunni niðrúr túrbínunni vatnið fyrir ofan í gegnum
hana, og það með nákvæmlega sama krafti eins og það
mundi þrýsta í gegnum túrbínuua, ef hún væri við
neðri enda þessarar pípu. Þetta sogandi all vatnsins í
pípunni niðrúr túrbínunni nýtur sín þó ekki, ef ioft kemst.
inn í pípuna. Þess vegna er áriðandi, að þessi pípa, sem
kölluð er sogpípa, nái nógu langt niður í vatnið í frá-
renslisskurðinum, svo að aldrei komist loft inn í hana.
Af þessu leiðir, að oft má komast af með styttri
pipur en ella, með því að setja stöðina nokkuð upp í
hallann, en grafa í þess stað hallalítinn frárenslisskurð
UPP undir vélahúsið, og nota svo sogpípu beint niðrúr
túrbínunni ofan í skurðinn. Nokkur sparnaður getur
verið að þessu, einkum ef aðliðandi halli er fyrir neðau