Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 36

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 36
194 BÚNAÐARRIT Ekki er heldur syo að skilja, að ekki vaeri unt að fram- kvæma verkið ódýrara, en þá verður að spara, svo efni og frágangur verður ekki eins gott. Einnig er hugsan- legt, að stíflan, húsið og önnur jarðvinna þurfi ekki að kosta bóndann eins mikið og áætlað er, hafi hann ódýran, vinnukraft. 2. áætlun. Bóndi vill byggja 3 hestafla stöð, og hefir til þess uppsprettulæk, sem hann getur leitt í skurði yfir á brekkubrún skamt frá bænum. Framan í brekkubrún- inni er hægt að fá 10 metra fallhæð, með því að gera pípurnar 40 metra langar. Þarf þá hér um bil 35 lítra á sekúndunni, til þess að framleiða þessi 3 hestöfl, og skulum við gera ráð fyrir, að vatnsmegnið í læknum sé nóg til þess. Pípurnar verða að vera 15 sentimetra víðar. Stíflan, þar sem læknum er veitt inn í aðfærsluskurð- inn, sé gerð úr torfi, allur skurðgröftur hægur, húsið 2X2 metrar, hlaðið úr torfi og grjóti, en þiljað að innan, og skal hér gert ráð fýrir að bóndinn geti gert alt þetta ásamt þrónni við efri enda pipnanna, vélaundirstöðu og annari jarðvinnu fyrir 400 kr. Stöðin sé 150 metra frá bænum, og verður gildleiki ieiðsluþráðanna þá 16 mm*. I. Vélar og efni: 1. Útbúnaður við vatnstökuna . . . kr. 60 2. Steypujárnpípur 40 metra langar og 15 sm. víðar á kr. 7,50 hver metri _ 300 3. Túrbína 3ja hestafla með hesthjóli og sogpípu, snúningshraði hér um bil 1400 á mínútu 450 4. Rafmagnsvél með 110 volta spennu, samsvarandi 3 hestöflum með segul- Flyt kr. 810

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.