Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 41
BÚNAÐARRIT
199
aft einkurn beri að leggja mikla álierzlu á al-
meimar lieyfyrningar í góðum árum. Þetta hefl
eg víða tekið fram í greinum mínum í Búnaðarritinu,
en einkum 1912, bls. 5—7, og 1914, bls. 245—246.
Síðan eg fór að gera mér nokkurn veginn skýra
grein fyrir því, hvað það kostar að fyrna heyin, og hve
mikil freisting það er fyrir marga bændur, að tylla á
fremsta hlunn með heyásetninginn, hefl eg sannfærst um
það, að ekki megi ætla sveitasjóðunum að borga
meira en jiriðjunginn af öllum kostnaði við forða-
gæzlu, fóðurforðabúr og bjargráðasjóð, ef að bænd-
ur fengju8t til þess að safna alment lieyfyrning-
um. Þessu hefi eg haldið fram í Búnaðarritinu 1914,
en ekki fært nægilegar ástæður fyrir því, og ætla eg nú
að reyna að bæta úr skák og leitast við að sýna,
livað það kostar að safna heyfyrningum.
Það ætti flestum að vera kunnugt, að veturnir hér
á iandi eru svo misjafnlega heimtufrekir á fóður handa
sauðfé og hrossum, að komið geta vetrar, sem eyða þrið-
jungi eða helmingi meira fóðri í þennan fénað, en eyða
þarf í meðalvetri, og margfalt meira en í beztu vetrum.
Eg held því að sá bóndi geti ekki gert sér skynsam-
lega von um að þola verstu harðindi, sem ekki á helm-
ingi meiri hey á haustnóttum handa sauðfé og hrossum,
en hann er vanur að eyða í meðalvetri. Af því að ekki
leggja allir sömu þýðingu í orðin lielmlngi meira, þá
skal eg taka fram hvað eg meina. Sá bóndi, sem t. d.
er vanur að eyða 2 heyhestum handa hverri sauðkind
og 10 hestum handa hverju hrossi í meðalvetri, þarf að
hafa í minsta lagi 3 hesta handa hverri sauðkind, og
15 hesta handa hverju hrossi, til þess að geta tekið á
móti hörðum vetri.
Með svona gætilegum heyásetningi mundu menn
vera nokkurn veginn vissir um að þola einn harðinda-
vetur. En þá gæfust heyin upp. Kæmi svo grasleysis-
eða óþurkasumar á eftir, þyrftu bændur að fækka fénaði