Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 52

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 52
210 BÚNAÐARRIT í'ásinna, að ætlast til þess, að bændur taki alment upp þann sið, alveg hvatalaust og hver í sinu lagi, að búa sig nógu vel undir harðindin. Hitt vita menn ekkert um, hver áhrif að skynsamleg og rækileg afskifti lög- gjafarvaldsins gætu haft í þessu máli. Reynslan er lítil enn þá, og „ekki fellur tré við fyrsta högg“. Sú mentun, sem bændur hafa hingað til átt kost á, hefir íremur stefnt að öðru en því, að koma þeim í skilning um nauðsyn á gætilegum heyásetningi, til þess að geta tekið sómasamlega á móti harðindunum. Þingið fylgdi lengi stefnu þeirra manna, sem ekki vildu láta löggjafarvaldið styrkja bændur til að verjast horfelli. En 1909 hvarf þingið að nokkru leyti frá þeirri stefnu, og síðar hefir það tekið að hlutast meira til um fjártryggingarmálið og að leggja fó til þess. — En mest kvað að stefnubreytingunni 1913. Þetta er áreiðanlega góðs viti og bendir til þess, að þingið muni framvegis taka árinni dýpra og berjast tii sigurs fyrir þessu máli. Eg held að það só að eins íhugunarleysi, sem veldur því, að mörgum finst fjártryggingarmálið svo mikið vandræðamál, að varla sé við það eigandi. Ef menn gefa sér tíma til að hugsa rækilega um málið, þá held eg að flestir muni komast á skoðun, að það sé einfalt og tiltöluiega auðvelt viðfangs, ef það er tekið róttum tökum. Mér heyrast einhverjir hlæja og segja: „Já, það er gaman að heyra, hverjum tökum þú ætlar að taka hafís og harðindi, til þess að ráða niðurlögum þeirra“. Eg ætla mér ekki að ráða niðurlögum hafíssins og harðindanna, sem honum fylgja, eða reka þau úr landi. Enginn getur aftrað komu harðindanna, en cg ætla að segja ykkur, hvernig eg vil láta taka á móti þcim, svo þan geti ekki gert okkur eins mikið tjón hér eftir og þau hafa gert okkur að undanförnu.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.