Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 56
214
BÚNAÐARRIT
öllum greinum. Þetta ætti heldur að hvetja en letja til
að halda samþyktunum áfram. En það sem einkum
styrkir mig í trtínni um framhaldið, þegar byrjunin væri
íengin, er það, að bændur mundu innan fárra ára sann-
færast um, að það er ómetanlega mikill hagur fyrir hvern
bónda, að geta ávalt verið óhræddur við veturinn og
alveg viss um að koma btífé sínu vel íram á hverju
vori. Og þeir mundu smám saman sannfærast um það,
að kostnaðurinn við þetta er tiltölulega lítill til móts við
hagnaðinn.
Eg tek það upp aítur: Þingið þarf að seinja liig
um tryggingu búfjíir gegn liarðimluin, og taka upp
í þau alt, sem gagnlegt er í eldri lögum, laga það og
auka við eftir þörfum. Og þingið þarí að gera þetta
seiu fyrst. En eg býst við, að sumir vilji láta reyna
betur lögin um kornforðabtír, heyforðabtír, forðagæzlu
og bjargráðasjóð, áður en farið sé að hreyfa þessu máli
á ný. Vil eg þá minna á það, að allur dráttur í þessu
efni er háskalegur. Harðindin geta skollið á áður en
varir, og ef undirbtíningurinn til að taka á móti þeim
verður þá ekki orðinn miklu betri en ntí, þá fer illa
fyrir þjóðinni. — Eg bið menn líka mínnast þess, að
við lifðum i 30 ár undir horfellislögunum, og biðum
eftir þvi, að þau kendu okkur að setja gætilega á, og
sáurn að þau gerðu ekkert gagn. IJað var óþarf-
lega inikil þolinmæði.
Eg get ekki skilið, að rétt sé að btía mörg ár við
þessi fern lög, sem eg nefndi, bara til að fá að sjá,
hve oft og hve mikið bændur felia af btífé sínu undir
verndarvæng þessara laga.
í janúarmánuði 1915.
T. Bjarnason.