Búnaðarrit - 01.08.1915, Qupperneq 60
218
BÚNAÐARRIT
hestarétt við bæjarvegginn, þar sem hestar geta staðið.
Nokkuð bætir það úr skák, að oft er steinlögð stétt
meðfram bæjarþiijum, svo að eftir henni má þó komast
klaklaust.
Eg held að allir hljóti að vera mér samdóma um
það, að hlöðin eru mjög óþrifaleg, og hreinasta forsmán
að hafa þau með gamla laginu. Nokkuð mætti úr þessú
bæta með því að flóra alt hlaðið, annaðhvort með hell-
um, þar sem þeim er til að dreifa, eða vænum steinum,
sem lagðir væru hver við annan, og holurnar milli þeirra
fyltar með smærri steinum og möl, svo að yfirborðið
yrði sæmilega slétt. Á þennan hátt losnaði maður við
forina, en allmikið grjót og vinna gengi til þessa, ef um
stór hlöð er að ræða.
Þetta gæti verið til bóta, en annað væri þó betra:
að fara að dæmi annara þjóða og hafa engin hlöð.
Hlöðin eiga að hverfa, en í stað þeirra á að koma breið
steinlögð stétt umhverfis allan hæinn, og ekki eingöngu
meðfram bæjarþiljunum. Fyrir utan stóttina á að taka
við skrúðgrænt túnið, nema því að eins að umhverfis
bæinn sé skrautgarður með trjám, blómstrum og runn-
um. Þetta gæti orðið til mestu prýði í sæmilega veður-
sælum sveitum, en það vandhæfi er á því, að til þessa
barf mikla hirðusemi, þekkingu á trjárækt og ágæta
óbilandi girðingu, sem hindri allar skepnur frá að kom-
ast inn í garðinn. Eg geri því ekki ráð fyrir að þetta
komizt alment á fyrst um sinn.
Og hestaréttin njá bæjarveggnum á lika að hverfa.
Hún er að vísu miklu betri en að hestar standi á hlaðinu,
en hvorugt er gott. Hestarnir eiga ekkert erindi heim
að bænum, nema meðan kaupstaðarvörur eru teknar
ofan eða látnar upp.
En hvað eiga þá komumenn að gera af hestum
sínum ?
Þar sem túngata er stutt og vegurinn heim að
bænum er að mestu utan túns, færi bezt á því, að