Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 74

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 74
232 BÚNAÐARRIT upp i eftirmatarská] eða venjulegt fat. Sveskjurnar eru soðnar í vatni ásamt sykrinum. Þegar þær eru mauk- soðnar, er kartöílumjölið hrært út í köldu vatni og sett út í maukið, látið sjóða og síðan sett ofan á hrisgrjóna- grautinn á fatinu. Borið heitt, á borð. Ofan á þessa köku má eins nota tröllasúru (rabarbara) í staðinn fyrir sveskjur. En tröllasúran er innlend, og má rækta hana á hverju heimili og spara með því sveskju- kaup og fleira. Mánudagur. Mjóllcurgrautur. 6 lítrar undanrenning..........................kr. 0,36 300 gr. hrísgrjón................................— 0,12 1 htri vatn, salt................................— „ 3 matskeiðar kartöflumjöl........................— 0,02 10 manns kr. 0,50 Hrísgrjónin eru þvegin vel úr köldu og heitu vatni, lögð í kalda mjólkina og soðin hægt í 1 klukkustund. Þá er kartöflumjölið hrært út í köldu vatni, hrært saman við grautinn, látið sjóða. 2 kg. blóðmör................................kr. 0,52 10 manns kr. 0,52 Þriðjudagur. Brauðsúpa. 1 kg. rúgbrauð..............................kr. 0,20 200 gr. sykur..................................— 0,12 31/2 lítri vatn................................— „ 2 litrar nýmjólk..............................— 0,24 10 manns kr. 0,56 Brauðið er mulið niður og lagt í bleyti kvöldinu áður. Soðið í vatninu þar til það er orðið meyrt, þá marið með hnalli. Sykurinn settur saman við. Borið heitt á borð, og nýmjólkin höfð fyrir útálát.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.