Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 83

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 83
BÚNAÐARRIT 241 Mællngar o. fl. Fyrst er þess að geta, að gerðar voru i sumar mælingar til frekari rannsókna og undir- búnings hinni fyrirhuguðu Flóa-áveitu. Jón verkfr. Is- leifsson stóð fyrir þessum mælingum og framkvæmdi þær, undir yfirumsjón Jóns verkfr. Þorlákssonar. Að- stoðarmenn við mælingarnar voru þeir Bjarni búfr. Eggertsson frá Yaðnesi og stud. polyt. Helgi Ouö- mundsson frá Reykholti. Auk þess var drengur til snún- inga, Sigurður Oissurarson frá Bygðarhorni. Fyrstu dagana var eg við þetta mælingastarf með Jóni. Fórum við um alt áveitusvæðið 9. og 10. júní. Yar síðan byrjað á mælingunum 11. s. m., og þeim svo haldið áfram alt sumarið. Um 20. okt. var þeim iokið eða hætt. Það er vikið að þvi hér að framan. að hlaðið hafi verið fyrir vatnságang úr vatnsfallinu ökálm í Álftaveri. í áætlun minni um verkið, dags. 21. nóv. 1911, er gert ráð fyrir því, að það sem mest liggi á að gera só um 900 metra garður, og muni kosta nálægt 2000 kr. En með því að ástæðurnar þarna hafa breyzt nokkuð síðan 1911 til hins lakara, þá lagði eg áherzlu á það í vor, að gert yrði sem mest að hægt væri. Fyrirhleðslugarð- urinn varð því nokkuð lengri en áður hafði verið til- tekið. Hann er 1295 metrar á lengd, eða 1824 rúm- metrar, og hefir kostað tæpar 2160 kr. En nú þarf nauðsynlega að lengja garðinn, að minsta kosti suður og austur Skálmarbakkana, austur yfir Fijóts- dælnaræsi. Eru það nálægt 1050 metrar, og geri eg ráð fyrir að það mundi kosta upp undir 2000 kr. í Holti undir Eyjafjöllum mældi eg fyrir skurði til varnar, þurkunar og áveitu. Yegalengdin nálægt 3300 metra, og kostnaðurinn áætlaður 1800 kr. Verð eg að telja þennan skurð nauðsynlegan fyrir Holtshverfið, og hlyti hann að gera mikið gagn, væri hann gerður. Gerður var á þessu ári skurður til áveitu á engjar Eyhverfinga i Út-Landeyjum. Vatnið er tekið úr Fljóts- 16

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.