Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 94

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 94
252 BÚNAÐAKRIT dauðinn einnig af sýki í fénu (lungnaveiki), er líklega hefir aftur orsakast af hinum vondu og litlu heyjum. Fækkaði fénu stórmikið. Bændur urðu 'alment að kaupa mikið af korni handa fénu. í Dölum féll eigi fuilorðið fé nema á stöku bæjum, en iambahöld urðu víða afar-siæm. I Barðastrandarsýslu fórst nálega alstaðar töluvert af fénaði um vorið, nema þar sem forn hey höfðu verið lil, Lambadauði nálega undantekningarlaust með mesta móti. Við ísafjarðardjúp voru skepnuhöld vonum betri, því að heyleysi var ekki alment fyr en um fardaga, en iambadauði varð mikill. I FJjótum féll talsvert af fé, og lambadauði var þar óminnilega mikill. í Eyjafirði varð almennur heyskortur um vorið, en feikn gefið af mat, svo að fé gekk alment vel undan, en lambadauði varð mikill æði-víða. Á Fljótsdalshéraði urðu fénaðarhöld yfirleitt góð og litið um lambadauða. Undanfarið sumar hafði hey- skapur verið með bezta móti, og hey ágætlega verkuð. Fyrningar voru talsverðar til, eftir góðan vetur næst á undan, og svo gáfu margir korn með. í Fjörðum barst ógrynni á land af upsa, sem þar var hafður til fóðurs. í Skaftafellssýslu voru fénaðarhöld víðast allgóð, en í nokkrum stöðum í lakara lagi. Þess er getið, að á milli Mýrdalssands og Skeiðarársands hafi hvergi fallið fé úr megurð. Lambadauði með meira móti á nokkrum stöðum, þó ekki víða.- Um Rangárvallasýslu er svipað að segja og um Ár- nessýslu. Urðu þar margir tæpir með fóður um vorið, einkum íyrir kýr, en þar varð það, auk korngjafar, til bjargar, að nokkrir menn voru svo birgir að heyjum, að þeir gátu hjálpað. í austurhluta sýslunnar urðuþví ekki teljandi vanhöld á fénaði, nema hjá einstöku mönnum. Sumir.bændur þar mistu enga, skepnu, ekki einu sinni

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.