Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 15
BÚNAÐARRIT
9
En það er nú eigi ætlun mín hjer að rekja þessa hlið
áveitumálsins, heldur snúa mjer að efni því, sem á að
vera aðal-umtalsefnið, en það er reynsla ýmsra manna
um áveitur.
Reynslu þessara manna ber yfirleitt saman um það,
að áveitur þeirra hafi gert meira og minna gagn. Sum-
staðar koma að vísu fram gallar á áveitunum, en þeir
eiga langoftast rót sína að rekja, annaðhvort til ein-
hverra vansmíða á áveituverkinu eða til staðháttanna.
Og það, sem þar, fremur öðru, ræður miklu um, eru
gæði vatnsins. Það, að áveituvatnið sje gott og nægilega
mikið, er eitt af aðalskilyrðum þess, að áveitan geri gott
gagn. Þetta kemur og berlega i ijós í ummælum þeirra,
er spurðir hafa verið um reynslu sína í þessu efni.
Annað atriði, sem hefir mikil áhrif á það, hvernig
áveitur reynast til frambúðar, er framræslan.
Sumir kvarta um það, að áveitusvæðin hœtti að spretta
er fram í sækir. Það spretti sæmilega fyrstu 3—4 árin,
en svo fari sprettunni aftur, og loks hætti áveitan alveg
að spretta eftir 8—10 ár, ef henni er þá haldið svo
lengi áfram.
Það sem þessu veldur, er oft slæmur eða ófrjór jarð-
vegur, samfara ijelegu áveituvatni, áveituvatnið í uppi-
stöðum ofdjúpt, vatnið látið iiggja oflengi á í einu o. s. frv.
En það, sem ef til vill verður þyngst á metunum í
þessu sambandi er það, hvað áveitulandið er víða blautt,
og getur ekki þornað nema í iangvinnum þurkum, af
því að alla framræslu vantar, eða þá að hún er mjög
ófullkomin.
Þetta., hvað framræslunni er víða stórlega ábótavant,
hygg jeg að sje oft ástæðan til þess, hvað áveitur sum-
staðar ganga fljótt úr sjer aftur, og hætta að spretta.
Þegar veitt er á að staðaldri, og einkum þegar um
uppistöðu er að ræða, þá er nauðsyniegt, að áveitulandið
geti pornað til hlýtar, þegar af því er hleypt, þá sjaldan
að það er gert. Og sjerstaklega er gott, að landið geti