Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 79
BÚNAÐARRIT
73-
Hæpið mun vera, að mustarðsrækt borgi sig bjer á
landi. rL'il þess að vaxa vel, þarf hann góðan jarðveg —
mun því arðvænlegra, að rækta ýmislegt annað í hans
stað.
Um hestasöluna 1918 og 1919.
Eins og landsmönnum er kunnugt, hefir útflutnings-
nefndin sjeð um alla sölu íslenskra hesta til útlanda
árin 1918 og 1919, og gert allar ráðstafanir, er þá sölu
snerta. Um það mál hefir talsvert verið rætt og ritað,
en þó aðallega af mönnum, sem litla þekkingu hafa haft
á því. Nú er svo mál með vexti, að jeg sá að mestu
leyti einn um síðari hestasöluna (1919), og tel jeg mjer
því skylt, að gefa almenningi rjettari og nákvæmari
skýrslu um málið, heldur en hingað til hefir verið
kostur á að fá. Jeg er því þakklátur háttvirtum for-
manni Búnaðarfjelagsins fyrir þá góðvild hans, að ljá
greinargerð þessari rúm í „Búnaðarritinu". Lít jeg svo
á, að með því móti geti allir þeir, sem þetta málefni
varðar, fengið tækifæri til þess að kynnast því til hlítaiv
Salan 1918.
Hinn 23. maí 1918 var endurnýjaður viðskiftasamn-
ingur sá, er stjórn íslands og stjórnir Bandamanna
höfðu gert sín á meðal, en þó var samningi þeim þá
xnjög breytt að ýmsu leyti. Bandamenn áskildu sjer nú