Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 120
114
BtiNAÐAKRIT
Á síðari árum hefir verið lögð mikil áhersla á ávaxta-
rækt, og sjerstaklega á að gera eplarækt almennari en
hún hefir verið. Áburðartilraunir hafa og verið gerðar,
bæði á bersvæði og í ræktarhúsum.
„Experimentalfeldtet" liggur rúmlega mílu vegar frá
Stokkhólmi, og er farið þangað með járnbraut, sem knúð
er með rafmagni. Jeg hitti forstööumann garðræktar-
deildarinnar, direktor Gustaf Lind, að máli. Direktor
Lind er einna merkasti garðyrkjumaður Svíþjóðar, og
hefir ritað margar góðar bækur um garðyrkju. Yar hann
hinn hlýjasti í viðmóti, og þótti honum skemtilegt að
hitta garðyrkjumann frá íslandi, og spurði margs hjeðan.
Kvað hann allar garðræktar-tilraunir við „Experimental-
feldtet" hafa stöðvast, skömmu eftir að stríðið braust
út, því ómögulegt hafði verið að útvega ábyggilegt fræ
o. fl.
Höfðu allir garðar verið notaðir til matjurtaræktunar,
og annara nauðsynjajurta, því Svíar áttu við þröngan
kost að búa á stríðsárunum. En nú eiga tilraunir að
byrja þar aftur í vor. Þegar svona stóð á, var ekki
ástæða til fyrir mig, að dvelja við „Experimentalfeldtet".
Direktnr Lind gaf mjer margar góðar upplýsingar um
garðrækt, og einnig um, hvernig jeg skyldi haga ferð
minni norður eftir. Jeg fjekk hjá honum nöfn og heim-
ilisfang ýmsra góðra garðyrkjumanna, sem hann rjeði
mjer til að heimsækja, og hann ráðlagði mjer aðallega
að fara til Jamtalands og Norrlands. Kann jeg honum
bestu þakkir fyrir góðar leiðbeiningar.
Um þenna tíma stóð yfir hollensk sýning í Stokk-
hólmi, og var þar, meðal annars, ein garðræktardeild.
Garðyrkja Hollendinga er, svo sem kunnugt er, á háu
stigi, og hefir verið það svo öldum skiftir (t. d. má geta
þess, að fyrstu garðyrkjumenn í Danmörku voru Holl-
lendingar, sem konungur rjeði til sín, og búsetti á
Amager). Hollendingar leggja mjög stund á ræktun sí-
grænna trjáa og runna, og er afar-mikið af þeim Qutt