Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 87
BÚN ABABRIT
81
átekta, hvort stjórn húsmannafjelaganna ljeti ekki til sín
heyra. Yildi jeg nota tímann til þess að rannsaka í kyr-
þey söluhorfur annarsstaðar.
Hinn 30. maí sendi jeg bæði P. Westergaard & Sön
og Brödr. Zöllner samhljóða brjef, og leyfi jeg mjer að
birta það hjer í þýðingu:
p. t. Kaupmannaliöfh, 30. mai 1919.
Herrar brœðurnir Zöllner,
Nörrebrogade 174.
Af því að til stendur, að útflutningsnefndin íslenska, annist
sölu á íslenskum hestum í ár, eins og í fyrra, lcyfi jeg mjer,
sem formaður nefndarinnar, að spyrja yður um, livort þjer viljið
nota tækifærið og senda mjer undirrituðum, áður en nefndin
afræður að selja hestana öðrum, ákveðið tilboð um kaup á öllum
islenskum liestum, sem fluttir verða út i ár, og sje tilboðið sent
með utanáskrift herranna Dines Petersen & Co., Lille Strand-
stræde 20. Það verður að vera til mín komið fyrir næstkomandi
miðvikudag, 4. júní, þvi eftir þann dag verður bráðlega gerð
endileg ákvörðun um söluna. Það er líklegt, að út verði fluttir
4000 til 6000 liestar, og getur komið fyrir að þeir verði nokkru
íleiri; liklega verður þriðjungur þeirra, eða alt að því, þrevetra
hestar. Öll verða hrossin ógölluð og liraust, eins og i fyrra, og
verður látið fylgja þeim vottorð djralæknis, bæði um það og um
hæð þeirra, en hún verður 46" og þar yfir, á þrevetrum hross-
um, og 48", eg þar yfir, á hrossum 4 til 8 vetra gömlum, eftir
bandmáli.
Hrossin munu verða fiutt i skip á íslandi á timabilinu frá
júlílokum til miðs októbermánaðar, og óskast tilboðið bygt á c. f.
Kaupmannahöfn, þannig að flutningsgjald og fóður komi á selj-
andann, en ábyrgðargjaldið á kaupandann. Þess er beiðst, að í
tilboðinu sje sundurliðað verð það, sem boðið er í þrevetur hross,
46" til 48", þrevetra liross 48", og þar yfir, og 4 til 8 vetra hross
48", og þar yfir; og er hjer átt við hæð þá, sem hrossin reynast
að hafa við útskipun á íslandi; um hana verða útveguð vottorð
dýralækna. Salau er bundin þvi skilyrði, að borgun verði greidd
i viðurkendum banka í Kaupmannahöfn, gegn símuðum dýralækna-
vottorðum, og vottorði um, að útskipun hafi farið fram. Hið nú-
6