Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 62
50
BÚNAÐARKIT
Hvað vita menn nú um jarðyrkju á
í s 1 a n d i ? Sá vísdómur er fólginn í skýrslum þeim og
ritgerðum, sem út hafa verið gefnar um það efni. Hann
er einnig til hjá þeim mönnum, sem hafa aflað sjer
reynsiu í jarðyrkju. — En þetta er alt á dreifingi.
Þeim til hægðarauka, sem viija fá að vita aðaldrætt-
ina í þessu máli, hefir oss hugkvæmst að skýra hjer frá
helstu atriðum reynslu þeirrar, sem fengin er um jarð-
yrkju á íslandi, að því leyti, sem þau eru oss kunn.
I. Yerkí'æri.
Engar verulegar samanburðar-tilraunir hafa verið
gerðar með verkfæri hjer á landi. En tilraunastöðvarnar
hafa útvegað ýms verkfæri, sem hafa verið reynd, bæði
á þeim stöðum og af einstökum mönnum. — Það sem
hjer verður sagt um nothæfl verkfæranna, byggist því
á þessari reynslu.
Af verkfærum, sem vel hafa gefist, má nefna:
1. Plógar. Á Norðurlandi þykja best hafa gefist
plógar þeir, er Sigurður Sigurðsson, smiður á Akureyri,
hefir smíðað á síðari árum. Þeir eru ijettir (38 kg.) og
þægilegir í meðferð til venjulegra plæginga; en þeirra
er oftast aðallega þörf hjer, svo sem við þúfnasljettun
og flagsljettun. — Plógar þessir kostuðu fyrir stríðið'
36 kr.
Sunnanlands hefir þessi sami plógur verið notaður, og
gefist vel, einkum í óplægðri jörð. — Af útlendum plóg-
um heflr dauski „Fraugde“-plógurinn mikið verið not-
aður og gefist vel, einkum í áður plægðri jörð. Norskur
plógur (Aadals-plógur) hefir og töluvert verið notaðuiv
Sænskur plógur frá Katrineholm hefir og nokkuð verið
notaður.
2. Herfi. Til flagherfingar má mæla með lappherf-
um og króktindaherfum, gerðum af járni. — Þau hafa
einnig verið smíðuð af S. Sigurðssyni á Akureyri. Hafa
þau þótt reynast vel. Betur vinna þó þessi herfi, sjeu