Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 93
BÚNAÐARRIT
87
til Frakklands eða Belgíu, því að þangab höfðu Banda-
ríkjaxnenn flutt hundruð þúsunda af hestum á ófriðar-
árunum, og voru þeir hestar síðan seldir þar fyrir lágt
verð.
TTt af upplýsingum þeim um sölu-tilraunirnar, sem jeg
jafnóðum símaði heim, sneri landsstjórnin sjer til hesta-
eigenda í helstu hestabjeruðum landsins, til þess að
heyra á.lit þeirra, og jafnframt til þess að fá vitneskju
um, hve mikill hiossafjöldi mundi verða á boðstólum.
Mjer var auðvitað ókunnugt um, hvort stjórnin mundi
tilleiðanleg til þess, að taka að sjer hestasöluna á þess-
um grundvelli, en ef svo væri, hafði jeg farið fram á,
að umboð til þess að afráða söluna, væri komið til mín
í síðasta lagi hinn 12. júní, svo að jeg gæti bundið
endahnút á samninginn daginn- eftir (13. júní), eins og
ráðgert hafði verið. Svar stjórnarinnar barst mjer í
hendur hinn 13., og var jeg þar beðinn að reyna að fá
því áorkað, að tilboðið mætti standa þangað til jeg kæmi
heim. Hafði stjórninni þá enn þá ekki tekist, að ná í
svo fullnægjandi skýrslur frá hrossaeigendum, sem henni
þótti við þurfa, og vildi hún því ekki binda hestasöluna
á því stigi málsins. Ennfremur óskaði stjórnin, að gerð
væri tilraun til þess, að láta tilboðið ná til þeirra hrossa
á 4—8 vetra aldri, er væru 46—48 þuml. að hæð við
útskipun, því að talsverð þörf mundi vera á sölu slíkra
hrossa.
Nú stóð svo á fyrir mjer, að jeg mátti, margra hluta
vegna, ekki vera lengur að heiman, og hafði jeg því af-
ráðið, að halda heimleiðis með „Gullfossi“ hinn 17.
júní. Gerði jeg því margar tilraunir til þess að ná fundi
hinna væntanlegu kaupenda, Levin Hansens og Poulsen,
og tókst mjer loks að hafa tal af Poulsen hinn 15. Varð
sá árangur af samtali okkar, að fastráðið var, að þeir
íjelagar keyptu alt að 4000 hesta fyrir slíkt verð, og með
slikum skilmálum, sem áður hefir verið sagt frá. Frjálst
skyldi okkur að selja hesta til Englands, en þó með því