Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 50
44
BÚNAÐARRÍT
öðrum afurðum. Því er nauðsynlegt fyrir bændur að
halda vinnutöflur, fóður- og afurða-skýrslur. Annars
verður alt tóm ágiskun; og svo hefir það verið til þessa
víðast hvar, en nú dugar ekki lengur þessi „slark-
búskapur".
Það verður að gera sjer ijóst, hvað verið er að gera,
og hvernig það fer í einu og öðru.
í sambandi við þetta þarf að athuga, á hvern hátt
samvinnu verði best við komið í búnaðarefnum.
5. Hvernig er land yort ræktað,
samanborið við önnnr lönd?
Venjulega er talið, að að eins það land sje ræktað,
sem heflr verið plægt, og síðan yrkt á einn eða annan
hátt. Erlendis mest til akuryrkju. — Ef þannig ætti að
telja hjer, er sama sem ekkert af landinu yrkt, að eins
garðarnir, og það af túnunum, sem hefir verið plægt.
En þetta er vart hægt að telja í hundraðshlutum aí
stærð landsins.
Árið 1907 var taiið að ræktað væri
af Danmörku . . . . 66 °/o
- Svíþjóð......... 8°/o
- Noregi.......... 2,1 °/»
- Englandi........26,1 °/o
- Þýskalandi .... 49,3 °/o
Að sjálfsögðu eru skilyrði til ræktunar mismunandi.
Þar sem er fjalllendi og hrjóstrugt eru oft skógar, t. d.
er talið að
af Svíþjóð sje 50 °/o skógur
- Noregi — 20°/o —
- Danmörk — 8,3 °/o —
Til samanburðar er vart hægt að telja skóg hjer á
landi, þótt 8 mílur sjeu taldar skóglendi.
Já, land vort er óyrkt. Ræktun þess er undir því
komin, að einstaklingarnir skiiji hvaða þýðingu það hefir