Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 107
BtfNAÐARRlT
101
1500 hestum. Verðið, sem boðið var, var svo gott, að
vel hefði mátt hlíta því, einkum þó vegna þess, að
þangað hefði mátt selja alla rýrustu hestana, því að
hæð og litur, mátti vera hvernig sem vildi. Hestarnir
áttu að seljast á skipsfjöl í Reykjavík, og voru boðnar
400 kr. fyrir 4—8 vetra hesta, en 310 kr. fyrir þre-
vetra. Kaupandinn hefði því átt að sjá um farmgjald,
fóður og allan þann kostnað, er af útflutningnum stafaði.
Tilboð þetta var frá sama manni, er mánuði áður hafði
gert nefndinni lægra boð fyrir hestana, afhenta á
E n g 1 a n d i. Verðmunurinn var því mikill, þó það
enn ekki samsvaraði söluverðinu til Danmerkur. —
Nefndin varð að leggja þetta tilboð á hilluna, þangað
til sjeð yrði, hvort bændur yrðu það örir á að láta
hross sín, að fleiri byðust heldur en þau, sem selja átti
til Danmerkur. En bráðlega kom í ljós, að undirtektir
bænda voru fremur daufar, og mun það hafa valdið
nokkru um, að í byrjun ágústmánaðar birtist mjög
svæsin árás á nefndina í dagblaðinu „Vísi“. Var þar
gefið í skyn, að nefndin hefði auðgað dönsku kaupend-
urna um eina millión króna, á kostnað íslenska bænda.
Nefndinni var þegar ljóst, að þessi árás mundi, ef til vill,
draga úr sölunni, því að margur bóndinn mundi hugsa
sem svo, að úr því að verðið í Danmörku væri svona
hátt þetta árið, eins og greinarhöfundur gefur í skyn,
þá mundi það líklega verða skynsamlegt að fresta söl-
unni. Taldi nefndin sjer því skylt, að leiðrjetta rang-
hermi í áðurnefndri „Vísis“-grein, og skýra opinberlega
frá, hverjar horfur væru á um hestaverð erlendis. Og
er nú svo komið, að ekki þarf lengur að deila um það
mál, því að öll tvímæli hafa tekist af um það, að hesta-
verðið var alt annað, en sagt var í „Vísi“. Milliónar-
gróðinn er með öllu úr sögunni, því að kaupendurnir
sköðuðust, því miður, um hundrað þúsund krónur á
kaupunum. — Árásin í „Vísi“ sýnist vera gerð í þeim
tilgangi, að sverta starf nefndarinnar í augum almenn-