Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 31
BÚNAÐARRIT
2i> ■
Skal nú skýrt stuttlega frá nokkrum ákveðnustu svör-
unum og greinilegustu:
1. Á SvinafeUi í Öræfum eru töluverðar áveitur..
Byrjað var á þeim vorið 1915. — Það er fremur þur-
lend mýri, sem veitt er á, og var eigi slegin áður, en
notuð fyrir bithaga. Áveituvatnið er úr tveimur lækjum,
Bæjarlæk og Skógarlæk, og er bergvatn. Áveitan er bæði
uppistaða og seitluveita. Veitt er á að haustinu, og vatnið
látið liggja yfir fram á vor, eða þar til frosthætta er
úti. En gallinn er sá, að vatnið vill oft verða af skorn-
um skamti seinnipart vetrar, þegar þurkasamt er. —
í uppistöðu-áveitunni verður grasið hærra, en þar sem
seitluveita er notuð, og meira að vöxtum, en virðist
ljettara til fóðurs en hitt.
Áveitusvæðið er um 20 hektara, og fengust, af því
sumarið 1918, 137 hestar af vænu bandi. — En þess
er hjer að gæta, að þá var grasleysi mikið, enda hafði
það verið mun betur sprottið sumarið áður.
2. Á Teigingalœk og Hruna á Brunasandi á Síðu eru
miklar áveitur. Var byrjað á þeim eftir aidamótin síð-
ustu, og hefir verið aukið við þær siðan. Áveitulandið
var áður raklendir sandmóar, nabbaþýfðir og graslitlir.
Áveituvatnið er bergvatn úr lækjum, sem koma undan
Skaftárhrauninu, sem rann 1783. Það er stutt aö runnið,
en sprettur vel undan því. Áveitan er mest seitluveita.
Vatnið er látið renna á allan veturinn, og fram á vor.
Síðari árin hafa fengist af þessu landi um 800 hestar..
Þetta engi hefir verið búið til með áveitu, því að áður:
óx þar mest hrossanál og hálmgresi.
3. Vm áveituna í Þyklcvabœ í Landbroti hefir áður
verið nokkuð rætt. Hjer skal því bætt við, eftir skýrslu
Páls Sigurðssonar bónda þar, að áveitulandið er mýri,
og áður en áveitan hófst, var hún kargaþýfð á köflum,.