Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 116
110
BÚNAÐAREIT
Langadalnum, og engar kýr þar, sem gefa von um, að
gott undaneldis-naut fáist undan þeim. — Annars virtust
þessar kýr bestar: Bíibót, frá Ásum, og Búkólla, frá
Gunnfríðarstöðum, er báðar mjólka yflr 3000 kg. Næstar
eru „Branda" frá Tindum, „Hjálma" frá Sólheimum, og
„Búbót“ og „Síða“ frá Löngumýri; og undan þessum
kúm ætti helst að láta lifa kálfa.
9. Vindhælishreppsfjelagið í Húnavatns-
sýslu er að byrja starf sitt. Það heflr ekki enn iosað sig
við verstu kýrnar. Kýrnar þar afar-misjafnar. — Innan
um eru nokkrar góðar kýr, og eru þessar helstar:
SJcrauta frá Skagaströnd er nythæsta kýrin; hún mjólk-
aði 1917—’18 yfir 4000 kg., en jetur líka afar-mikið,
eða 3154 kg. töðu, 134 kg. úthey, 310 kg. maís, 74 kg.
sild og 81 kg. síldarmjöl, eða alls yflr 4000 töðueiningar.
Næstar henni eru þessar kýr, sem allar mjólka yfir
3000 kg. um árið: „Fræna" frá Skúfl, „Von“ frá Sæ-
unnarstöðum, „Skjalda“ frá Skagaströnd, „Kolgrön” frá
Spákonufelli, „Rönd“ frá Árbakka, „Freyja“ frá Höskulds-
stöðum og „Giýla“ frá Syðra-Hóli.
10. Rauðasandsfjelagið í Barðastrandarsýslu
er gamalt og gott fjelag, sem þó hefir ekki náð því, að
bæta kynið mikið enn, og stafar það af því, að Kjósar-
rauður, sem lengst var notaður, reyndist ekki eins og
skyldi. Undan honum eru til 10 kýr; þær mjólka að
meðaltali 2518 kg., og hafa 3,47% fitu, en mæður þeirra
mjólkuðu 2372 kg., með 3,81% fitu. Dæturnar mjólka
sumar meira, aðrar minna en mæður þeirra gera, en
hafa allar minni feiti en mæðurnar. Bestu dætur Kjósar-
rauðs eru Mána og Kofa frá Bæ, Blœja frá Króki og
Blómkinn frá Móbergi.
Annars eru bestu kýrnar i fjelaginu: Sjöundaár-Svört
frá Sjöunduá og Penta frá sama bæ.