Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 77
BÚNAÐATtRIT
71
þeir aldrei aö biðja um stórar eða gamlar plöntur.
Tveggja til fjögra ára plöntur eru hæfilega stórar, 6—24
þuml. Stærri plöntur þola ver flutninginn, og þeim er
hætt við að deyja.
Að óðru leyti er vísað til greinarinnar: „Um gróður-
setningu trjáa og runna". (Sjá Ársrit R. N. 1904, bls.
31—38), og „Tilraumr með trjárækt á Norðurlandi*
^Ársrit R. N., 1909).
C. Kannar.
1. Bibs eða Banðber þrífast ágætlega, og bera í flest-
um sumrum fullþroska ber. Vaxa best í leirkendri mold,
en sem eigi má vera of þur. Þau eru gróðursett með
tveggja álna millibili. Tveggja til þriggja ára plöntur eru
bestar til gróðursetningar.
2. Sölber þrífast hjer vart eins vel og rauðber, og
bera sjaldan fullþroska ber. Þau vaxa í samskonar jarð-
vegi og rauðber, og má gróðursetja þau með sama
millibili.
3. Hindber. Runninn þrifst hjer vel, en berin hafa
sjaldan orðið fullþroska. Vex í öllum jarðvegi, sem eigi
er of rakur. — Á milli plantnanna mega vera 3 fet.
4. Síberisld baunatrje þrífst ágætlega. Það má gróður-
setja með tveggja álna millibili.
5. Fjaílarösir þrífast hjer einnig mjög vel. Þær vaxa
best í myldnum og fremur rökum jarðvegi. Þær má
gróðursetja með tveggja álna millibili.
6. Snjóber. Fremur lítill blómrunni með hvítum blóm-
um. Hann vex hjer ágætlega. Iíann má gróðursetja með
tveggja álna millibili.
7. Spirea. Af þessari tegund geta ýms afbrigði þrifist
hjer. Vex best í myldnum jarðvegi. — Margar spirea-
tegundir eru mjög fagrir blómrunnar.
Fjölmargar plöntutegundir, aðrar en þær sem nefndar
eru í framanskráðu yfirliti yfir gróðurtilrauna-starfsemina,