Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 99
BÚNAÐARRIT
«3
Kaupmannahöfn V., 8/“ 1919.
Biilowsvej 13.
Samkvæmt áskorun þeirra Trygg Levin Hansens í Kaup-
mannahöfn og Poulsons í Iíarise, höfum við undirritaðir í dag
skoðað fjöldamarga islonska hesta, sem voru komnir frá íslandi.
Meðal hesta þeirra, sem við rannsökuðum, voru 160, sem við
álítum að með engu móti verði kallaðir „ógallaðir hestar“, og
af þessum 160 voru 87 jafnvel svo, að þá verður að kalla „mjög
Ijelega liesta“.
H.P.Nielsen, A. AV. Mörkeberg,
dýralæknir. prófessor við hinn kgl. dýralækna-
og landbúnaðar-háskóla.
Að gefnu tilefni látum við i ljósi, að umræddir hestar eru
mjög rýrir að gæðum, og að það getur ekki stafað frá ferðinni
milli íslands og Danmerkur, að þeir eru svo illa á sig komnir,
sem þeir eru.
“/» 1919.
H. P.Nielsen, A.W.Mörkeberg.
dýralæknir.
Umboðsmönnum nefndarinnar hafði skömmu áður bor-
ist brjef frá málaflutningsmönnum kaupenda. Sjest á því
■greinilega, hverja galla þeir Mörkeberg prófessor og Niel-
sen dýralæknir töldu á hestunum. Læt jeg hjer fylgja
þýðingu af því:
Kaupmannahíifn K. — Nörregade 2ni.
Hr. Dines Petersen & Co.
Sem málflutningsmaður hrossakaupmannanna Trygg Levin
Hansens hjer, og C. Poulsens í Karise, staðfesti jeg hjermeð það,
sem tekið var fram í gær í þóknanlegri viðræðu við fjelaga yðar,
herra stórkaupmann Holm, og oftlega hefir áður verið tilkynt
heiðruðu firma yðar, að umbjóðendur mínir halda því fram ein-
dregið, að þeir 160 hestar, sem sannað er, að hafi ekki verið
eins og um var samið, sjeu að öllu leyti í ábyrgð og áhættu
hinnar íslensku útflutningsnefndar, og þar sem ítrekaðar samn-