Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 65
BÚNAÐAllRIT
59
Súperfosfat er einnig auðleystur áburður. Það
skal borið á snemma vors. Á graslendi þarf 200—300
kg. á hektar, en í garða eða nýbrotið land 300—400 kg.
Áburðarefni þetta styður mjög að þroska jurtanna;
einkum hefir það gert miklar verkanir í leirkendum jarð-
vegi, t. d. grundum. Mjög gott er einnig að bera það í
kartöflugarða. Best er að strá því í raðirnar, eftir að
búið er að setja jarðeplin niður, og hylja þau að nokkru
leyti með mold.
Thomasfosfat er einnig gott áburðarefni. Best
er að bera það á mýrar eða moldarjarðveg. Þarf 300—
600 kg. á hektar. Helst á að dreifa því yfir á haustin.
í tveimur síðasttöldu áburðarefnunum er fosfórsýra
aðal-næringarefnið. Það virðist svo sem jarðvegurinn
sje víðast hvar fátækur af henni, eða hún sje þá til í
torleystum samböndum. Verkanir fosfórsýruáburðar eru
því víðasthvar auðsæjar. í Thomasfosfati er einnig kalk.
Hefir það góð áhrif á mýra- og moldar-jarðveg.
Kalíáburður, með 37°/o af kalí, mun einna hent-
astur af þeim kalíáburði, sem um getur verið að ræða,
að nota hjer á landi. — Oyrkt land virðist vera auðugt
af kalísamböndum, svo verkanir áburðarins á það verða
mjög litlar. — Aftur á móti er gott að bera hann í
gamla kartöflugarða, eða á tún, einkum þar sem vatns-
veitingar hafa verið viðhafðar. Hæfilegt er þá að bera
200 kg. á hektar.
Eigi tilbúinn áburður að vera fullnægjandi, þarf að
bera efni á, sem innihalda köfnunarefni, kalí og fosfór-
sýru. Öll þessi efni eru í búpeningsáburði, en þó lítið af
þeim. Tilbúinn áburður er margfalt auðugri af þessum
efnum. Þess vegna má bera minna á af honum.
Efnamagn jarðvegsins getur annars verið þannig, að
nægilegt sje af öllum áburðarefnum. En vanti að eins
«itt þeirra, kemur tilbúinn áburður einkum að góðum