Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 70
64
BÚNAÐARRIT
Þar sem fræinu er sáð, þarf jarðvegurinn að vera all-
vel mulinn, og vel borið á, helst næsta ár á undan, svo
að næringarefnin sjeu vel blönduð jarðefnunum. Með
grasfræinu getur verið rjettmætt að sá höfrum eða byggi
— 120 kg. á Uektar. — Áríðandi er, einkum í þurviðra-
hjeruðum, að sá fræinu mjög snemma að vorinu, helst
undir eins og klaka fer að leysa. Frost og snjóhret virð-
ast eigi hafa nein skaðleg áhrif, þó þau komi, eftir að
fræinu heflr verið sáð. Á Suðurlandi lánast vel að sá í
maimánuði. — Störfin við sáðsljettuna eru þessi: plæging
(helst haustið áður en sáð er) — herfing (snemma að
vorinu á klaka), og um leið er áburðinum dreift, hafi
það eigi verið gert um haustið. Nokkurn tilbúinn áburð
er þó ætíð gott að bera á að vorinu — 300 kg. súper-
fosfat og 150 kg. chílísaltpjetur á hektar. — Þá er höfr-
unum eða bygginu sáð, og dreift jafnt út yfir svæðið.
Kornið er herfað niður með hátindaherfi (beinum tind-
um). Grasfræinu er blandað saman í tvennu lagi —
smærra og stærra fræinu sjer — hvorum hluta er svo
dreift jafnt yfir það svæði, sem sáð er í, og þrýsti-valti
síðan dreginn yfir það, svo að fræin komist vel ofan í
moldina. — Sje höfrum eða byggi sáð með grasfræinu,
má ekki slá mjög seint, og helst ætti að slá sáðsljettur
tvisvar, einkum fyrstu árin, við það verður grasið þjett-
ara. Á haustin skal dreifa áburði (eða mold, ef áburður
er ekki til) yfir ungar sáðsljettur, og valta þarf þær á
vorin, þegar jörð er að þiðna. Skellur verða einatt í sáð-
sljettum fyrstu vorin; þær eru græddar með nýrri fræ-
sáningu.
1). Fóðnrróínr.
Þær þrífast vel, en eru of óvíða ræktaðar. í tilrauna-
stöðvunum hafa fengist að meðaltali um 30,000 kg. af
hektar. Svarar það að fóðurgildi til 70 hesta af töðu.
— Þessar hafa þrifist best:
Amerískar rauðnæpur. — Norskar blánæpur. — White
globe. — Bortfeldskar rófur (fjónskar). — Grey stone.