Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 24
18
BÚNAÐARRIT
fram seitluveitu. Kvað hana gefast, þeim þar eystra, eins
veJ, eða betur, en uppistaða. En til þess að seitluveitan
sje viss, þurfl áveituvatnið að vera nóg, og helst tak-
markalítið. í uppistöðu-hólfunum segir hann, að gróður-
inn verði hár, en gisnari en á seitluveitu-svæðunum, og
mosinn meiri.
„Hvað best er að vatnið liggi lengi á í einu, hefir
engin tilraun verið gerð með. Hjer er veitt á ab haust-
inu, og vatnið látið liggja yflr alian veturinn, en hleypt
svo af, þegar gaddur heflr verið farinn úr jörð, og ekki
útlit fyrir frost. En þegar langir þurkar ganga að vor-
inu, er hleypt á eftir ástæðum.
Hvað hæflleg dýpt sje á vatninu, heflr heldur ekki
verið gerð tilraun með. í uppistöðu-áveitunum er það
1—3 fet á dýpt, og á stöku stað dýpra. En lítill munur
virðist vera á gróðri, hvort vatnið er djúpt eða grunt..
Þegar kalt er framan af, er kanske best sprottið þar
sem er dýpst. Það er oft mjög vel sprottið meðfram
flóðgörðunum, og getur það meðfram verið af því, að
þeir veiti gróðrinum skjól, þegar ekki er veitt á.
Seitlu-áveitu-svæðin sijettast viðlika fljótt og uppistöðu-
hólfin, bara ef vatnið á seitluveitunni er nógu mikið..
Eftir þvi sem áveitu-vatnið er meira, sljettist fyr,
Best reynist mjer, að láta vatnið liggja á að vetrin-
um, og svo lengi fram eftir vorinu, að nýgræðingnum
sje engin hætta búin af frosti. — Tilraunir með vor-
áveitu eingöngu, hefi jeg ekki gert, svo að hægt sje að
gefa um það fullnægjandi upplýsingar, öðrum til eftir-
breytni".
Til viðbótar eða skýringar þessu, sem Helgi skrifar,
skal þess getið, að vatnið sem notað er til áveitu í
Þykkvabæ og öðrum bæjum í Landbroti, er bergvatn úr
lækjum, er spretta upp undan gamla hrauninu. Það er
svo að segja jafn kalt eða heitt alla ársins tíma. Það
flytur með sjer lítið af föstum jarðefnum. Eigi að síður