Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 28
22
b;únaðarrit
með 1—2 feta djúpu áveituvatni ofan á þúfnakollunum,
sje orðin sljett eftir 5—6 ár. En sje jarðvegurinn harð-
lendur, og einkum ef jörðin er sendin, gengur henni
mjög illa að sljettast, allra helst ef enginn jökul-leir er
í vatninu, því að í jökulleirslausu vatni er oft lítið af
gruggi, sem setst geti milli þúfnanna. — Mjer hefir
virst, að báran á djúpri uppistöðu sje fijót að lækka þúf-
urnar, því að hún sverfur ofan af þeim mosann, sem
svo safnast í lautirnar og milli þúfna. Koma þá, til að
byrja með, gisin stararstrá upp úr flaginu, og sumstaðar
sef eða fergin innan um“.
Hvaða bendingar um áveitur eru það nú, sem draga
má af þessum áveitu-hugleiðingum?
Mjer virðist, að kjarninn í þeim eða aðal-atriðin —
eftir skoðun og reynslu þessara manna — sjeu í stuttu
máli þessi:
1. Aö undan seitlu-áveitu spretti sæmilega, og sum-
staðar vel, ef hallinn á landinu er hæfilegur og vatnið
lítt takmarkað. Best virðist hún þó eiga við á harð-
velli eða valilendi.
2. Að uppistaða gefst að jafnaði vel, ef vatnið er nógu
mikið og gott, og þessa gætt:
a. að vatnið sje ekki of-djúpt. — í vetrar-áveitu
60—70 sm. á dýpt, því að þá sljettir það fyr og
betur en ella; en í vor-áveitu ekki nema 15—30
sm., eftir jarðvegi o. fl.
b. að vatnið sje ekki látið liggja of-lengi á í senn,
nema því að eins, að því sje haldið mjög grunmi
er fram á vorið kemur, og fer að spretta.
c. að áveitulandið sje ræst hæfilega, svo að það geti
þornað tiltölulega fljótt, þegar hleypt er af, og
ekki þurfi að óttast verkatafir um sláttinn, þótt
rosa geri.