Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 136
BÚNAÐAMUT
MUNIÐ EFTIR
sýningum Heimilisiðnnðaríjelflgsins og Búnaðar-
fjelagsins, sem báðar verða haldnar í Reykjavik sam-
tímis, sumarið 1921.
Sendið muni og sækið sýningarnar, sem allra
flestir, svo að þær geti orðið sem fjölskrúðugastar og
gagnlegastar.
Þeir, sem ætla að senda muni á sýningarnar, tilkynni
það sem fyrst.
GARÐYRKJUKEJNSLA
í Gróðrarstöðinni í Reykjavík stendur yfir 6 vikna t.íma,
frá 14. maí til júníloka. Nemendur fá 50 kr. námsstyrk,
og auk þess nokkurn ferðastyrk, þeir sem langt eru að.
Auk þessa venjulega námsskeiðs, geta 2 stúlkur komist,
að við garðyrkjunám allan sumartímann, frá 1. mai til
septemberloka; fá þær 600 kr. námsstyrk. — Umsóknir
sendist Búnaðarfjelagi íslands. Fylgi þeim vottorð um
aldur og hæfileika.
ALLIR BÆNDUR
ættu að gerast meðlimir Búnaðarijelags íslands. —
Æfitillagið er einar 10 krónur. — Fyrir það fá fje-
lagar Búnaðarritið, en það flytur ritgeiðir um
búnað, og segir frá öllu, er til umbóta horfir á því sviði.
BÚNABAItFJELAG ÍSLANDS
veitir leiðbeiningar í öllu, sem að búnaði lýtur. Þeir,
sem ætla að njóta aðstoðar fjelagsins, sendi umsóknir
til skrifstofu fjelagsins, Lækjargötu 14B, Reykjavík.