Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 47
BÚNAÐARIllT
41
Páti af reynslu annara, er hægt ab heimfæra hjer,
nema laga það eftir staðháttum vorum. Til umbóta eru
mörg viðfangsefni — í raun og veru eins mikið verk-
efni fyrir höndum, að rannsaka og láta gera tilraunir
ffleð, eins og hjá stórþjóðunum, sem árlega kosta oífjár
til þessa. En hjer eru nokkrir tugir þúsunda taldir eftir.
Að starfskröftum nokkurra manna sje varið til þessa,
er af sumum mönnum talin óhæfa.
Búnaðar-umbætur mega eigi vera of einhliða, því bú-
störfln mynda eins og eina keðju — svo ef alt á að
vera með feldu, þurfa allir hlekkirnir að vera jafn sterkir,
því ef einn brestur, þá er heildinni hætt.
Þetta skýrist best með því, að athuga hina einstöku liði.
1. Jarðyrlfjan.
Til þess að fá sem þroskamestan jurtagróður, þarf
fyrst og fremst að sjá fyrir því, að jarðvegurinn sje
hæfilega rakur. Með öðrum orðum, það þarf að tempra
vatnið í jarðveginum þannig, að það sje eigi of mikið,
en þó nægilegt til vökvunar og frjóvgunar. — í öðru lagi
þarf vinsla jarðvegsins að vera þannig, að loft sje hæfi-
legt í jarðveginum, og skilyrði fyrir gerlalíf. Til þessa
þarf hentug verkfæri. — í þriðja lagi þarf að sjá fyrir
nægum áburði, búpenings- eða tilbúnum, eftir því sem
best þykir henta á hverjum stað. — í fjórða lagi þarf
að sjá svo um, að til þeirra jurta sje sáð, eða þær
gróðursettar, sem mestum þroska geta náð, eða arð-
mesta eftirtekju gefa á þessum og þessum stað; en þetta
er mjög breytilegt, jafnvel á voru litla landi. — Að
síðustu þurfa menn aö kunna að uppskera á sem auð-
veldastan hátt, og fara svo með jarðargróðurinn sem
best hentar.
Alt þetta þarf aö haidast í hendnr, því ef eitt er van-
rækt, leiðir af því uppskerubrest — og arðurinn íyrir
vinnuna tvísýnn.