Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 32
26
BÚNAÐARRIT
og ekki slegið í henni nema smáblettir hingað og þangað.
Fengust þá af þessu landi um 70 hestar, er best Ijet.
En nú síðari árin falla af þessu svæði 500—600 hestar.
Landið er orðið því nær alt rennisljett, og grasið sem
vex á því, er kraftmikil stör. — Þar sem er seitluveita,
er grasið þjettara og kraftmeira. En til þess að seitlu-
veitan spretti, þarf mikið vatn. Vatn af skornum skamti
gerir þar lítið gagn.
4. Hólmur í Landbroti var engjalaus jörð til skamms
tíma. En fyrir nokkrum árum var byrjað að geia þar ofur-
litla tilraun með áveitu á óræktarlandi, grassnauðri grá-
mosamýri, sendri og þýfðri. — Þessi tilraun leiddi það í
ljós, að gróðurinn breyttist brátt, og eftir fá ár var farið
að höggva þar innan úr það skársta. En þetta varð til
þess, að árið 1915 og síðar, hefir verið lagt mikið í
kostnað við að bæta og fullkomna áveituna. Ábúend-
urnir eru fátækir leiguliðar. En sá þeirra, er byrjaði
þessa áveitu, og heflr unnið mest að henni, Bunólfur
Bjarnason, hafði strax góða von um, að takast mætti
að gera þarna engi. Og honum hefir orðið að von sinni.
Að visu er áveitan enn ekki komin langt á veg, en það
sem unnið hefir verið að þessu, iofar góðu um fram-
haldið.
Áveitan er bæði uppistaða og seitluveita. Landið, sem
vatn getur náðst á, er um 70 hektara. Sumarið 1918
— grasleysis-sumarið — fengust af því, sem þá var
slegið í áveitunni, 140 hestar. Má það gott heita, þegar
þess er gætt, að fyrir 12—15 árum, áður en áveitan
byrjaði, var þarna svo að segja hálfgerð eyðimörk.
5. Á Efri-Fljótum (Króki) í Meðallandi, gerði Há-
varður bóndi Jónsson áveitu árið 1907. Vatnið er tekið
úr Steinsmýrarfljóti, en í því rennur bergvatn. Landið
sem veitt er á, er um 50 hektara. Þar spratt áður aðal-
lega óræktargróður, sefkinnungur, elfting o. fl., og aldrei