Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 122
116
BÚNAÐAKRIT
Jeg fjekk loforð fyrir ýmsum tegundum af plöntum
hjá herra 0berg, og býst jeg viS, að þær komi til ís-
lands í vor, og verði reyndar í Gróðrarstöðinni í Reykjavík.
í 0stersund var jeg í 5 daga, og voru sænsku garð-
yrkjumennirnir hinir gestrisnustu, og greiddu götu mína
á margan hátt. Jeg var í tvo daga á bóndabæ einum,
3 mílur frá 0stersund. Bóndinn þar, Lars Larsson, og
frú hans, höfðu ferðast um ísland fyrir nokkrum árum.
Fjekk jeg góðar viðtökur hjá þeim hjónum, og var
skemtilegt að sjá jamtlenskan sveitabæ. Matjurta- og
blómagarður var þar all-myndarlegur. Þaðan fór jeg til
0stersunds að kveðja fjelaga mína, garðyrlcjumennina,
og bjelt svo áfram áleiðis til Norrlands og Norðurbotna.
Direktör Lind hafði ráðlagt mjer, að fara til Piteá,
og hitta þar Ringues bankastjóra, sem hann sagði vera
garðyrkjufróðastan mann á þeim slóðum. Hafði faðir
hans einnig verið bankastjóri í Piteá, og var hann sá
fyrsti, sem fór að gera garðræktartilraunir þar, og hjelt
því áfram til dauðadags, en þá tók Ringues yngri við.
Þeir feðgar hafa unni'ó manna mest að útbreiðslu mat-
jurta- og ávaxta-ræktunar. — Piteo liggur á 66.
breiddarstigi, og að eins fáum metrum ofar sjávarfletin-
um, og hjer um bil 40 km. sunnar en Luleá, þar sem
hin alþekta tilraunastöð er. Upprunalega hafði jeg hugsað
mjer að fara þangað, en þar eð jeg kom til Svíþjóðar
eingöngu til að kynna mjer garðrækt, þá rjeði direktor
Lind mjer frá að fara til Luleá.
Ferðin gekk fljótt og vel, gegn um hina óþrjótandi
skóga Norrlands. Lauftrjen voru farin að blikna og roðna,
og varla mun skógurinn nokkurn tíma vera fegurri en
á haustin, þegar litaskrúð lauftrjánna er sem mest,
skömmu áður en blöðin falla og stormurinn þyrlar þeim
í allar áttir. Fyrstu næturfrostin höfðu nýlega komið,
svo alstaðar var verið að taka upp kartöflur og aðra
garðávexti. — Jeg heimsókti Ringues bankastjóra undir
eins og jeg kom tii Piteá. Yar hann hinn besti heim