Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 66
«0
BÚNAÐAKRIT
notum, og er þá hentugt að bera hann á. — Þetta má
finna með einföldum áburðartilraunum.
Hjer mun oftast vöntun á kófnunarefni og fosfórsýru.-
Þarf því að bera þau áburðarefni bæði á í senn.
Reynsla sú, sem íengin er á tilbúnum áburði hjer á
landi, bendir á, að hann geri líkt gagn hjer og annars-
staðar, þar sem hann hefir verið notaður.
Sje um áburðarvöntun að ræða, getur verið mjög
haganlegt, að nota tilbúinn áburð með búfjár-áburði.
Einnig þegar verið er að koma nýyrktu landi í rækt,
er ágætt að nota tilbúin áburðarefni. Þau eru fljótvirkari
en búfjár-áburðnr. Við garðyrkju er mjög handhægt að
nota tilbúin áburðarefni, og þar hyggjum vjer, að mestur
verði hagur að því. — Þeir sem hafa áburðarlög, geta
sparað Chílísaltpjeturinn, en haft einkum not af fosfór-
sýru-áburði. ___________
Af innlendum áburðarefnum, öðrum en búfjár-áburði,
má nefna þara. Hann hefir verið reyndur allvíða, og
gefist ágætlega. Það er óþolandi, að menn skuli eigi
hagnýta sjer betur en raun er á, efni þau, sem í þar-
anum eru, annaðhvort til fóðurs eða áburðar.
Mikið af fiskúrgangi fer og forgörðum, og svo er um
íleira, sem ætti að hagnýta.
III. Gróðnr.
1. Fóðurjurtir.
Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið með að sá gras-
fræi, og rækta fóðurrófur hjer á landi, sýna fyllilega,
að þessi ræktun getur verið arðvænleg. — Tilrauna-
stöðvarnar í Reykjavík og á Akur-eyri hafa gert all-
víðtækar tilraunir á þessum atriðum. — Hjer skulu
taldar þær tegundir, sem best hafa þrifist.
A. Grastegnndir.
1. Hásveifgras (Poa trivialis). Vex víða óræktað.
Að sá fræi til þess, hefir heppnast mjög vel. Mestum