Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 74
68
BÚNAÐARRIT
plantnanna. Af afbrigðum má ráða til að rækta: Nantes
gulrætur og Stuttar hornskar.
6. Hreökur er mjög auðvelt að rækta. Best vaxa þær
í myldnum og eigi of þurrum jarðvegi. Þær verða full-
þroska eftir 6—8 vikur. Þeim er breiðsáð; best að 4 sm.
sjeu á milli plantnanna. Peim má sá í vermireit snemma
að vorinu, og geta þær þá orðið fullþroska þar. í garð-
inn þarf að sá hreðkufræi á þriggja vikna íresti, vilji
menn hafa nýjar hreðkur alt sumarið.
7. Kúmen vex víða óræktað, og er því auðvelt að
rækta það. Best fer á, að kúmeni sje ætlaður sjerstakur
reitur í garðinum.
8. Kerfill er ræktaður vegna blaðanna. Þau eru notuð
sem krydd í súpur o. fl. Hann þrífst best í myldnum
og rökum jarðvegi. Honum má sá í raðir, með 10—15
sm. millibili, en þjett í hverri röð. Algengast er, að
dreifsá kerfli. Hann nær nægum þroska á 6—8 vikum.
9. Laukur. Hjer er hægt að rækta graslauk og skalot-
lauk.
Oraslaukur er æxlaður á þann hátt, að eldri plönt-
um er skift í sundur. Hann er gróðursettur með 25 sm.
millibili. Plöntunum má skifta þriðja til fjórða hvert ár.
Hann þrífst best í næringarríkum, sandkendum moldar-
jarðvegi. Grasið er notað í stað lauka.
Skalotlaukur. Laukarnir eru litlir, en mjög góðir.
Millibil 12X18 sm. Skalotlaukur vex best í sendnum
moldarjarðvegi. Gott er að bera sót í moldina, þar sem
laukur er ræktaður.
10. Nœpur er auðvelt að rækta. Þær vaxa fljótar en
gulrófur. Þeim er ætíð sáð á bersvæði. Á venjulegri
beðsbreidd, 130 sm., má hafa 5 raðir, eftir endilöngu
beðinu; grisja má næpurnar síðar svo, að 10 sm. verði
milli plantnanna.
Góð afbrigði eru: Maínæpur, rauðar amerískar. —
Snebold, hollenskar gular.