Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 95
BÚXAÐARKIT
8ít
væri tala þeirra hrossa, sem lofað hafði verið til út-
flutnings, þegar komin á 4. þúsund.
Útflutningsnefndin afijeð nú að taka söluna að sjer,
og símaði hún þegar umboðsmönnum sínum, að þeir
skyldu nú fullgera samningana, samkvæmt hinu marg-
nefnda munnlega tilboði, en þó með nokkrum athuga-
semdum. Svar við þessu skeyti fjekk útflutningsnefndin
hinn 27. júní, og var það svar á þessa leið:
Levin Hansen og Poulsen skuldbundu sig til að kaupa
4000 hesta. Skyldi hestunum skipað út á íslandi á tíma-
bilinu frá byrjun júlímánaðar fram í miðjan október. —
Kkki skyldu seljendur taka neina ábyrgð á hestafjöldan-
um, ef skipakostur til útflutnings reyndist ónógur. Plutn-
ingur og fóður skyldu vera á kostnað seljenda, sömu-
leiðis sjótrygging, en ófriðartrygging og aðrar tryggingar
skyldu kaupendur annast á sinn kostnað. — Andvirðið
skyldu kaupendur greiða fyrir hvern farm gegn símuðu
vottorði frá dýralækni um hæð, aldur, heilbrigði og
gallaleysi hestanna, og gegn vottorði frá yfirvaldi, er
símað væri samtímis, um tölu hestanna, samkvæmt
farmskírteini. — Verðið var þannig: Kr. 600,00 fyrir
hvern hest, 4—8 vetra, 48 þuml. að hæð eða hærri;
kr. 500,00 fyrir hvern hest á sama aldri, 46—48 þuml.
að hæð; kr. 500,00 fyrir þrevetra hesta, 48 þuml. að
hæð, eða þar yfir; og kr. 400,00 fyrir þrevetra hesta,
46—48 þuml. að hæð. — Hæð allra hestanna skyldi
mælast með bandrnáli við útskipun. — Kaupendur skyldu
þegar greiða eina million króna í banka í Kaupmanna-
höfn, og skyldi helmingur þess fjár ætíð standa sem
trygging gegn samningsrofum frá kaupenda hálfu, þangað
til öll hrossin væru afhent og borguð. Hinum helmingn-
um skyldi verja til þess að borga fyrstu hestana, meðan
til hrykki, en síðan skyldu kaupendur leysa út hvern
farm, jafnóðum og tilskilin vottorð kæmu fram. — Sala
til Englands skyldi frjáls, með því skilyrði, er áður var
greint. fín ef við óskuðum að selja fleiri hesta til Dan-