Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 48
42
BÚNAÐARRIT
Mönnum hefir, hjer og annarsstaðar, hætt við, að vera
of einhliða í þessum efnum, eða gert sjer vonir um hað,
sem er lítt mögulegt. Pyrstu umbótatilraunir hjer á landi
ganga í þá átt, að rækta hjer lcorn. t>á var eitt sinn
hrópað um plóga og plægingar, en ekkert minst á áburð.
Nú setja menn alla sína von á dráttarvjelar og bíl-
plægingar.
Nýjar jarðyrkju-umbætur þurfa að ganga hönd í hönd,
ef vel á að fara. Að eins á þann hátt er von um veru-
legan árangur. Erlendis hefir mönnum heppnast að 3—5-
falda uppskeruna með aukinni ræktun.
2. Búpening8ræktnnin.
Til þess að búpeningsræktunin sje arðvænleg, þurfa
menn að eiga gott búfje. Eftirtekjan er þá vissari, og
arðurinn meiri. En grundvallarskilyrði fyrir öllum um-
bótum í þessa átt, er nœgilegt fóður. Það þýðir ekkert
að stofna kynbótafjelag, eða gera nokkuð til umbóta bú-
fje, ef sífelt er yfirvofandi fóðurskortur, þegar nokkuð
á bjátar.
Búfje vort mun að mestu geta tekið fóður sitt í hög-
um hálft árið. Og beitilönd vor eru svo stór og góð, að
fjölga mætti búfje að míklum mun, vegna þeirra; enda
mætti gera miklar umbætur á högunum, þar sem þörf
krefur. Ef fóður og hiröing búpenings væri viðunandi,
mun enginn vafi á því, að mikið má auka afurðir bú-
penings með kynbótum. Kýrnar gætu mjólkað einum þriðja
eða hálfu meira en nú. Sauðfje batnað hlutfallslega, og
hestarnir orðið stærri, og alt að hálfu sterkari, en þeir
eru nú alment; og myndi það eigi lítið styðja að ræktun
landsins.
Reynslan virðist benda á, að þetta megi takast. —
Skýrslur nautgriparæktarfjelaganna sýna, að mjólk kúnna
hefir að meðaltali aukist á síðari 10 árum um 100 pt.
fyrir hverja kú. — Þingeyingar eru búnir að sýna, hvað
bæta má sauðfje, — og einstakir hestar eru ljósast dæmi