Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 114
108
BÚNAÐARRIT
feitari mjólk, og sje þurftarlítil, eða sje af ágætis
ættum.
Jeg gæti trúað því, að ekki liðu mörg ár, þar til
aðrir færu að fá sjer naut úr Svarfaðardal, til að bæta
kyn sitt; en þau yrðu þá að fá að verða eldri en tvæ-
vetur, áður en þeim væri lógað, ef árangur af þeim
ætti að sjást.
3. Búbót í Höfðahverfi og fjelag Látra-
strandar, eru bæði góð og gömul fjelög, og eiga
líka bæði vel ættaðar og góðar kýr. En bestu kýrnar,
sem helst ætti að ala lífkálfa undan, eru þessar:
Bukolla, og mæðgurnar Menja og Mána í Nesi,
SJcjalda á Svæði, Qrýla á Hlöðum, BauðJca á Lóma-
tjörn, Hyrna á Grund (ætternið þó óvíst), Hjálma í
Pálsgerði, Brynja og Qláma á Svínanesi, og Bauga á
Skeri.
Þessar kýr mjólka yfir 3000 kg. á ári, og það gera
líka nokkrar fleiri kýr í þessu fjelagi. En feitimagn
kúnna þyrfti að hækka, og þyrftx því að taka tillit til
þess við val undaneldis-nauts eða nauta handa fjelaginu.
4. Öngulstaðahreppsfjelagið í Eyjafirði
er kornungt, og heflr ekki enn losað sig við stritlurnar.
Skýrslur frá fjelaginu eru líka í bernsku, og standa
mikið til bóta. En af þeim sjest ekkert um ætterni
kúnna.
Bestu kýrnar virðast vera þessar: Dimma á Ytri-
Vaiðgjá, Brynja á Eyrarlandi, og Bletta og Þolca á
Þórustöðum, og undan þeim ætti ekki að drepa kvígu-
kálfa.
5. Óslandshlíðarfjelagið í Skagafirði er
ungt. Skýrslur þess eru svo ófullkomnar, að varla
verður af þeim sjeð, hvaða kýr á fjelagssvæðinu eru
bestar. En yfirleitt virðast kýr þar fremur góðar, og má