Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 63
BÚNAÐABRIT
57
tindarnir hnífmyndaðir í stað þess að vera lapprnyndaðir
eða krókmyndaðir.
Til þess að herfa grasrótarjarðveg eða seigan mýra-
jarðveg, hafa best þótt reynast hin svonefndu disJcherfi,
einkum þau, sem eru með skerðingum inn í miðja diska
(sepóttir diskar).
Nokkuð auðveldara í meðförum er hið svonefnda finska
bíldherfi, sem á síðustu árum er víða farið að nota. Það
vinnur jarðveginn fremur vel. Veltiherfi (rulleharver) eru
góð til að tæta í sundur hnausótt flög.
Ávinsluherfi hafa ýms verið reynd. T. d. má nefna
skotska hlekkjaherfið, og hið svonefnda þrífætluherfi eða
mosaherfi. Bæði vinna þau hæfilega þurran áburð vel.
Á seinni árum hafa bændur búið til herfi úr gaddavír.
Hafa þau reynst einkar vel, ef þau hafa verið vel gerð.
Þá eru plankaherfi með járngöddum töluvert notuð.
Þá hefir R. N. reynt eitt þýskt ávinsluherfi. Það er af
sömu gerð og hin venjulegu tígulherfi að öðru en því,
að tindarnir eru hnífmyndaðir og beittir. Herfi þetta ristir
því skurði í jarðveginn, svo hann losnar og verður mót-
tækilegri fyrir áburð. — Hins vegar er því eigi ætlað
að mylja áburðinn. — Það hefir reynst mjög vel að nota
herfi þetta á harðlend tún. Annars er það einnig mjög
gott, til þess að herfa flagsljettur.
3. Hestarekur hafa ýmsar verið reyndar. Sigurður
smiður á Akureyri hefir smíðað góðar hestarekur. Fyrir
sunnan hefir hestareka frá Ólafsdal nokkuð verið notuð.
4. S 1 á 11 u v j e 1 a r er nú farið að nota allvíða hjer
á landi. Þær eru frá ýmsum verksmiðjum, og vitnis-
burðirnir um gæði þeirra eru nokkuð mismunandi. —
Þykir fiestum sinn fugl fagur. — Góðar sláttuvjelar má
telja: Deering, W. A. Woods, Mc. Gormick, Adriance o. fl.
5. H e s t a h r í f u r eða rakstrarvjelar eru einnig
íarnar að tíðkast. Helst hafa verið keyptar þessar tvær:
Heering og Mc. Cormick.