Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 55
BÚNAÐ ARRIT
49
landi, í Halle, Königsberg, Jena, Breslau o. fl. stöðum.
Sama á sjer stað við búnaðarháskólana í Kaupmanna-
höfn og Ási í Noregi og víðar.
Af tilraunastöðvum, sem fjelög hafa komið á fót,
mætti benda á allmargar: í Þýskalandi t. d. Dahlme,
Kösiin, Kiel, Hildeshein o. fl.; í Svíþjóð Svalöf og Jön-
köping. í Svalöf er aðallega fengist við jurtakynbætur.
Er tilraunastöðin talin með þeim fremstu í þeirri grein.
í Jönköping eru gerðar tilraunir með mýrarækt.
Á síðari tímum hafa ríkin tekið að sjer stofnun eða
rekstur tilraunastöðvanna. Þannig er það nú í Danmörku
og Noregi, og að mestu í Ameríku, Þýskalandi og víðar.
Er stórfje varið til þessara tilrauna á ári hverju.
Yerkefni tilraunastöðva er næsta marg-
biotið. Verða nokkur þeirra hjer nefnd. Um leið verður
þess getið, hverjar aðalstöðvar í öðrum löndum fáist við
þær tilraunir, sem um er talað.
J. Yinsla jarðvegsins og rannsókn á eiginleikum hans.
Tilraunir með verkfæri. — Halle og Múnchen á
Þýskalandi o. fl.
2. Lífeðlisfræði jurta, einkum næringarstarfsemi þeirra.
— Margar stöðvar eru til, sem rannsaka þetta.
Nefna má Dahlme við Berlin, Halle, París o. fl.
3. Áburður og efni i jarðvegi. — Halle, París, Rot-
hamsted o. fl.
4. Ræktun nytjurta. — Tilraunastöðvar til þess eru
nær því í hverju landi. Nafnkendastar eru í þess-
um stöðum: Halle, Dresden, Vín, Ási í Noregi,
Svalöf, Lyngby, Askov, Tystofte, Studsgaard o. fl.
stöðum í Danmörku.
5. Ræktun einstakra jurta. — Geisenheim á Þýska-
landi, Yín o. fl.
6. Kynbætur nytjurta. — Svalöf, Göttingen og Rostock
á Þýskalandi.
7. Jurtasjúkdómar. — Halle, París, Stockhólmur o. fl.
4