Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 3
BÚNAÐARRIT
Búíje á íslandi til forna.
InngangDT.
Ýmsir síðari tímamenn hafa ritað um búskap íslendinga
til forna. Þeir hafa allir haldið því fram, að nautgripa-
eign landsmanna, einkum á 15. og 16. öld, hafi verið
miklu meiri en hún var síðastliðna öld. Eigi verður
þessu neitað með rökum, en hitt virðist mjer líklegt,
að þeir hafi gert alt of mikið úr nautgripafjölda lands-
manna á fyrri öldum, einkum kúafjöldanum. í þessu riti
mun jeg reyna að færa rök fyrir því.
Sjera Þorkell Bjarnason hefir giskað á, að á sögu-
öldinni, eða jafnvel lengur, hafi íslendingar átt 5 sinnum
fleiri kýr en þeir áttu á 19. öld. Hann giskaði ennfremur
á, að mannfjöldinn í landinu hafi þá verið 110 þús.,
og þar af 80 þús. vinnufærir menn, karlar og konur.
Og honum þykir sennilegt, að á 10., 11. og 12. öld
hafi forfeður vorir átt að jafnaði eins margar kýr á búi
og þeir höfðu vinnandi heimilismenn1). Eftir þessu ættu
þá að hafa verið á söguöldinni 80 þús. kýr í iandinu,
eða jafnvel lengur fram eftir. Hinsvegar hjelt sjera Þor-
kell því fram, að geldneyti hefðu tæplega fleiri verið á
þeim tímum en 55 þús.
Mjer þykir sennilegast, að þessum tölum sjera Þorkels
mætti snúa við og segja, að kýrnar í fornöld hefðu verið
um 55 þús., en geldneytin að minsta kosti 80 þús.
Þessu til styrktar verður bent á ýmislegt siðar.
Eins og kunnugt er, hafa ýmsir aðrir en sjera Þorkell
1) Tímarit hins íslenska Bókmentafjelags VI, 7.
15