Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 82
296
BtíNAÐARRIT
sjaldnast verið til lengdar, nema í því betra haglendi.
Mikil útbeit, ef eigi leiddi til hors, gerði búfjenaðinn
harðgerðan. Hið forna beitarþol sauðfjenaðarins er nú
horfið með betri meðferð hans. Það eru útigangshrossin,
sem enn halda því.
Á 11., 12. og 13. öld var landið þjettbýlla en siðar
varð. Þá hafði löggjöfin afskifti af því hvernig bændur
settu á búfjárhaga. í Grágásarlögum er bændum gert að
skyldu að hafa hæfllega margt búfjár í högum, því ef
vetrarbeit var eigi næg, var útigangspeningurinn í voða,
þegar að þústnaði, jafnvel í meðalvetrum. Menn áttu að
miða við meðal vetrarfar, þegar þeir settu á búfje i
haga1). Hagabeit skyldi metin eftir því, hve maTgar kýr
gætu haft næga beit, gæftrarlaust. Á móti 1 kú var lagt
þrevett naut eða eldra, eða 10 sauðir gamlir. Einnig
áttu 10 gemlingar að gilda á við 1 kú til beitar o. s. frv2 3).
Ef um sambeit var að ræða milli tveggja jarða, og
ábúendur þeirra gátu eigi komið sjer saman um beitina
og hve mikið hvor mætti hafa í landinu sauða og nauta,
þá átti mál þeirra að dæmast, á alþingi8.
Góð beit þótti einhver hin bestu hlunnindi á jörðum,
og oft vörbu menn þau með oddi og egg. Út af beitar-
löndum, vetrar- og sumarbeit, risu oft illindi og víga-
ferli. Stórbændur og jafnvel kirkjunnar menn voru yfir-
gangssamir við minni máttar nágranna sína í beitar-
löndum þeirra og settu þeim ósanngjarna skilmála.
Hallkell ábóti Magnússon á Helgafelli bannaði (125Ö)
bóndanum á Bakka, sem var nábýlismaður ábótans og
átti land að Helgafelli, að hafa fulla áhöfn á jörðinni.
Hann mátti aðeins hafa 12 kýr, 80 ásauði og 1 grið-
ung í Bakkalandi. Á geldfje og hross er eigi minst. Og
eigi mátti hann hafa þessa málnytu í seli, nema til
1) Grágás, Kliöfn II, 326.
2) Grágás, Kliöfn II, 258.
3) Grágás, Khöfn II, 325.