Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 127
BÚNAÐARRIT
341
a) hafl rjett innfæddra manna.
b) sje fullráða, en venjulega ekki yngri en 25 ára og
eigi eldri en 50 ára.
c) hafi eigi verið dæmdur sekur í neinni athöfn, sem
að almenningsáliti er talin svívirðileg, nema hann
hafi fengið uppreisn æru sinnar.
d) að hann hafi eigi fengið sveitarstyrk, sem ekki er
endurgoldinn eða eftirgefinn samkvæmt fátæklinga-
lögunum.
e) han stundað sveitavinnu að minsta kosti 4 ár eftir
að hann varð 17 ára (sbr. þó 2. gr.).
f) leggi fram vottorð fra tveimur fullveðja mönn-
um, sem nákunnugir sjeu högum hans, um það að
hann sje iðjusamur, ódtykkfeldur og sparsamur mað-
ur, er álíta megi hæfan til að taka að sjer slíkt
smábýli.
g) að hann sanni að hann eigi efni, sem nauðsynleg
eru eftir lögunum til ábúðar á eigninni.
h) að hann geti eigi af eigin ramleik eignast ábýli af
þeirri gerð, sem lögin ræða um.
Þar sem löggjafarvaldið hefir á síðasta mannsaldri
lagt svo mikla rækt við að efla stofnun sjálfstæðra smá-
býla, þá hefir það ekki eingöngu látið leiðast af hags-
munahugsun, heldur fult svo mikið af þjóðfjelagslegum
ástæðum og siðgæðishvötum. Oft er á það bent rjetti-
lega, hve happasælt það sje, að fleiri og fleiri efnalitlir
menn verði sveitabændur, ábytgist sjálfir búskaparárang-
urinn á jörð sinni og æfist í því að starfa sjálfstætt.
Það fer fyrir þeim, sem öðrum sveitabændum, að um-
önnun fyrir lifandi verum, dýrum og jurtum, á eigin
heimilum, undir heilbrigðum kringumstæðum, þroskar
mikilsveiða mannlega eiginleika, sem á vorum dögum
eru mjög þýðingarmiklir fyrir þjóðfjelagið. Oft, jafnvel
oftast, er á þessum smábýlum unnið með undraverðri