Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 121
bUnaðarrit
335
fjárnám gert í henni eða löghald, vegna persónulegra
skulda eiganda, án leyfis landbúnaðarráðherra. í stað
iaganna frá 1899 komu svo lögin frá 1904, en með þeim
var 15 miijóna króna upphæð, sem lika var skift á 5 ár,
veitt til lánveitinga. Rjettindin til að fá slík lán, voru
þá eigi bundin við sveita-verkamenn eina, því nokkiir
aðrir menn fengu jafnrjetti við þá, og lánsgildi eign-
anna var hækkuð upp í 5000 krónur; þó gat það (eins
og líka í lögunum frá 1899) hækkað nokkuð, þegar veið
jarða í hjeraðinu var sjerstaklega hátt.
Ný lög írá 1909 veittu í alt 20 miljóna króna upp-
hæð til lánveitinga, sem skift var enn niður á 5 ár. Að-
gangur að slíkum lánum var einnig látinn gilda fyrir
ógiftar konur. Lánsgildið í hvern stað var hækkað
upp í 6500 krónur (stöku sinnum 8000 krónui), og
heimild var gefin eigendum að smábýlum, sem stofnuð
höfðu verið samkvæmt lögunum frá 1899 og frá 1904, til
þess að fá viðbótarlán til að efla smábýlabúskapinn og
til þess að gera stórfeldar jarðabætur. Loks voru af-
numin ákvæðin um, að eigi mætti stofna aðrar veð-
kröfur eða gera fjárnám og löghald.
Með lögum frá 1914 voru lögin frá 1909 úr gildi
feld, og samkvæmt þeim má árlega verja 5 miljónum
króna til þess að stofna smábýli og til viðbótarlána um
leið og lánsupphæðin var hækkuð upp 1 8000 krónur
(með undantekningum 10,000 kr.). Þessi lög voru af
numin með lögum frá 1917, sem kveða á um, að lág-
marksstærð smálendna, sem fengnar eru eftir fyrirmæl-
um laganna, megi eigi minni vera en 2 teigar (= 2 Q
hektómetrar) af meðalgóðri jöið (í lögunum frá 1914
var markið sett 1 teigur) — og að lánsupphæðin fyrir
þær eignir, er metnar eru sem smábýli, megi eigi fara
fram úr 10,000 kr. (með undantekningum 12 000 kr.).
Tvenn lög frá 1921 og 1922 hafa nú geit nokkrar
verulegar breytingar á eldri tilhögun. Eftir 1921 getur
nokkur hluti af ríkisstyiknum (sem ákveðinn er 12