Búnaðarrit - 01.06.1927, Blaðsíða 105
BUNAÐARRIT
319
En þar sem eftirlitsfjelög eru helsta orsökin, er rjett að
benda hjer á helstu framfarirnar. Þær verða best sýnd-
ar með tölum frá meðalkúm eftirlits-sambandanna á ýms-
um tímum. Til hægðarauka tek jeg tölur frá því kring-
um aldamót (= áður) og svo nú í fyrra.
Umdæmin Meðal-ársnyt kg. Feiti •/• Smjör kg.
1. Fjón Nú 3804 3,73 159
Áður 3015 3,37 113
2. Sjáland Nú 3481 3,74 142,5
Áður 2840 3,36 113
3. Jótland: a. Álaborgaramt . Nú 3261 3,62 138
Áður 2643 3,43 100,5
b. Miðjótska samb. Nú 3489 3,72 145
Áður 3093 3,59 124
c. Suð.jótskasamb. Nú 3330 3,66 136
Áður 3051 3,41 115
4. Láland og Falstur. Nú 3255 3,75 136
Áður 2735 3,33 103
Svipað má segja um þau sambönd, sem ekki eru
nefnd hjer. Þetta sýnir nokkuð framförina.
Þátttakan í eftirlitsfjelögunum er nú mest á Borgundar-
hólmi, þar eru 78°/o af kúnum í eftirlitsfjelögum. 1 Lá-
lands- og Falsturs-sambandinu eru það 58°/o, á Fjóni
liðug 50%, en minst er þátttakan á Jótlandi, þar eru
að eins 28% af kúnum í eftirlitsfjelögum.
Það er talið að meðalnyt allra danskra kúa hafi um
aldamót verið um 2200 kg. mjólk, og ab þá hafl feng-
ist um 90 kg. af smjöri úr meðal kýrnytinni. Nú er
meðalkýrnytin talin 2870 kg. og smjörið talið 120 kg.
eða 30 kg. meira en það var fyrir 25 árum.